Tölvuleikir
6. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýtt - væntanlegt
Verðlaunaplötur
Tilboðshorn
  Flokkar
Playstation
Playstation platinum
PC-leikir
Ódýrir PC leikir
Fræðsluefni PC
Dreamcast
Nintendo 64
Game Boy
  Annað
2 fyrir 2000
Íslenskir tónar
Íslensku tónl.verðlaunin
Safnplötur
Barnaefni
Íslensk klassík
  PS 2
Um PS 2
Fréttir
Væntanlegir leikir
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir

Titill Verð
   
FA Premier Manager 1.299,-
Knattspyrnustjóraleikur frá EA Sports. Leikurinn skartar einkaleyfi Ensku úrvalsdeildarinnar.
Croc 1.299,-
Krókódíllinn Croc er hér mættur í EA Classic línunni. Croc hefur sjaldan eða aldrei verið í jafnmiklu stuði. Hér er á ferðinni þrvíddar "platform"leikur fyrir börn á öllum aldri...
Die Hard Trilogy 1.299,-
Hér eru á ferðinni þrír leikir í einum pakka. Die Hard Trilogy bíður uppá spennandi skotleik, bílahasar og eltingaleiki eins og þeir gerast bestir. Einn skotheldur...
Warzone 2100 1.899,-
Rauntíma hernaðarleikur í anda Command & Conquer, nema hvað hér er grafíkin í fullkominni þrívídd. Fjöldi hertækja er gríðarlegur og er hægt að tefla þeim fram í hinum ýmsu herferðum. Hægt er að spila leikinn í gegnum internetið...
Commandos : Behind the Enemy Lines 1.899,-
Einn af betri hernaðarleikjum seinni tíma. Commados setur þig í hlutverk hershöfðingja sem þarf að stýra sérþjálfuðum hermönnum í gegnum hin ýmsu verkefni. Leikurinn hefur fengið frábæra dóma allt frá fyrsta degi.
Need for Speed 3 1.299,-
Af mörgum talinn besti leikur Need for Speed seríunnar. Need for Speed 3 skartar geysilegum fjölda bíla og brauta. Grafíkin er meiriháttar flott og hraðinn ótrúlegur...Need for Speed er leikur sem segir SEX....
Dune 2000 Classic 1.299,-
Hér hafa snillingarnir hjá Westwood endurfætt afa rauntíma hernaðarleikja, Dune. Dune 2000 er nú komin í grafík sem uppfyllir nútíma kröfur ásamt því að búið er að bæta við hergögnum og verkefnum...frábær leikur frá höfundum Command & Conquer...
Dark Omen & Syndicate Wars Classic 1.399,-
Tveir frábærir leikir saman í pakka. Hasarleikir á heimsmælikvarða. Pakki sem sómir sér vel á hverju heimili og jafnvel elliheimili...
Blade Runner Classic 1.299,-
Frábær ævintýraleikur byggður á hinni klassísku Blade Runner kvikmynd. Grafíkin í leiknum er grátlega góð og ekki er verra að spilann. Frábær leikur sem skipar eitt af toppsætum í gerð ævintýraleikja frá upphafi...
Alpha Centauri Classic 1.299,-
Hér er á ferðinni nýjasti leikur Sid Meier, en hann gerði meðal annars Civilization leikina. Margir segja Alpha Centauri vera Civilization í geimnum. Frábær leikur sem reynir á skipulagningu og herkænsku...
Email Games XCOM 1.499,-
Að spila email leiki er ný og frábær leið til að hafa samband við vini og ættingja um allan heim. Leikirnir skarta flottri grafík og spilast á mjög einfaldan hátt í gegnum email. Allir geta verið með í þessari frábæru uppfinningu...
Email Games Soccer 1.499,-
Að spila email leiki er ný og frábær leið til að hafa samband við vini og ættingja um allan heim. Leikirnir skarta flottri grafík og spilast á mjög einfaldan hátt í gegnum email. Allir geta verið með í þessari frábæru uppfinningu...
Email Games Classic Games 1.499,-
Að spila email leiki er ný og frábær leið til að hafa samband við vini og ættingja um allan heim. Leikirnir skarta flottri grafík og spilast á mjög einfaldan hátt í gegnum email. Allir geta verið með í þessari frábæru uppfinningu...
Email Games Battleship 1.499,-
Að spila email leiki er ný og frábær leið til að hafa samband við vini og ættingja um allan heim. Leikirnir skarta flottri grafík og spilast á mjög einfaldan hátt í gegnum email. Allir geta verið með í þessari frábæru uppfinningu...
Gangsters 1.699,-
Hér er manni afhent hlutverk glæpaforingja á bannárum Bandaríkjanna. Með skipulagningu og hörku ásamt nokkrum pörum af steypustígvélum og vopnum getur maður orðið vinsæll og virtur glæpaforingi og tekið völdin í undirheimunum. Skemmtilegur og vandaður uppbyggingar og skipulagsleikur...
Thief Gold 1.599,-
Vandaður hlutverkaleikur þar sem gildir að læðast um og fela sig í skuggum. Þeir sem fara sér varlega er ríkulega launað í þessum margverðlaunaða hlutverkaleik.
Premier Manager 98 1.399,-
Kevin Keegan segir þennan leik þann besta sem hann hefur prófað. Hér er manni gefið tækifæri á að fara í skó flestra færustu knattspyrnustjóra veraldar. Leikurinn inniheldur einnig mjög nákvæma alfræðiheimild um flesta leikmenn í ensku deildunum....
Men in Black 1.399,-
Að berjast við verur frá öðrum hnöttum hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikið fjör. Men In Black leikurinn er byggður á samnefndri metsölukvikmynd. Skemmtilegur leikur með sama sniði og Resident Evil leikirnir...
Total Air War 1.399,-
Vandaður flughermir frá DID fyrirtækinu sem er þekkt fyrir leiki á borð við Eurofighter 2000. Hér skipuleggur maður herferðirnar frá byrjun...
Wargasm 1.399,-
Gríðarlega vönduð blanda af hernaðarleik og þrívíddarleik. Hér skipuleggur maður og staðsetur þyrlusveitir, fótgönguliða og skriðdrekasveitir. Hægt er að taka stjórn og sjá hlutina með augum hverrar sveitar fyrir sig í fullkominni þrívíddargrafík...það er sorglegt að missa af þessum leik...
Heart of Darkness 1.399,-
Fyrsta gagnvirka teiknimyndin. Heart of Darkness var fleiri ár í framleiðslu og var tryggt að hér væri á ferðinni einn vandaðasti teiknimyndaleikur í seinni tíð. Leikurinn er hrein snilld og hentar fólki á öllum aldri...það er puð að vera strákur !!!
V Rally 1.399,-
Vandaður rallíleikur sem inniheldur yfir 50 mismunandi brautir. Allir helstu rallíbílar heimsins eru í leiknum.
X-COM Apocalypse 1.199,-
Þriðji leikurinn í hinni geysivinsælu X-COM seríu. Þetta er hernaðarleikur þar sem sérdeild innan hersins er fengin til að berjast gegn ágangi geimvera...
Grand Prix Manager 2 1.199,-
Hér gefst manni tækifæri á að verða stjórnandi Formula 1 liðs. Ráða þarf bestu bílstjórana, tæknimennina og vísindamennina til að ná árangri. Semja þarf um væna auglýsingasamninga til að halda liðinu gangandi og svo þarf að skipuleggja hvernig keyra á sjálfa keppnina. Hér er tekið á ýmsu...
Transport Tycoon Deluxe 1.199,-
Takmark þessa leiks er að setja upp fullkomið samgöngukerfi í loft láði eða legi....lestar, flugvélar, bílar, bátar eða strætisvagnar...hér er allt hægt...skemmtilegur og vandaður uppbyggingarleikur sem reynir verulega á skipulagni og útsjónarsemi...
Worms 2 1.199,-
Partýleikur aldarinnar. Ormarnir eru kannski sakleysislegir á yfirborðinu, en undirniðri kraumar illkvittni sem á sér engan líka. Fjöldi skemmtilegra vopna og þar á meðal riðuveikar kindur...er hægt að biðja um meira...
Mastermind 1.199,-
Bráðskemmtilegur þrautaleikur sem allir ættu að kannast við. Hér þarf maður að geta uppá litaröð sem andstæðingurinn setur upp. Algjör klassík...
M1 Tank Platoon 1.199,-
Skriðdrekahermir frá MicroProse. M1 Tank Platoon er mjög vandaður og nákvæmur leikur. Gæði í gegn...
Frogger 1.199,-
Froskurinn frakki Frogger er hér mættur í nýrri og endurbættri útgáfu. Leikurinn er í fullri þrívídd og er hér á ferðinni skemmtilegur og vandaður "platform"leikur fyrir alla fjölskylduna.
Civilization 2 1.199,-
Geysilega vandaður hernaðarleikur þar sem farið er í gegnum alla mannkynssöguna. Skipulagning og herkænska er allt sem þarf til að ná langt í Civilization 2. Einn af toppleikjum allra tíma...
WarCraft 2 1.199,-
Einn besti rauntímahernaðarleikur allra tíma. Warcraft setur upp stríð milli Orcs og Humans. Húmor, góð grafík og umfram allt vönduð forritun gera þennan leik ennþá einn af bestu rauntíma hernaðarleikjum allra tíma...
Red Baron II 1.199,-
Rauði Baróninn var einhver frægasta flughetja fyrri heimstyrjaldarinnar. Hér getur maður vippað sér í skó meistarans og ræst upp allar helstu tvíþekjur gamla tímans. Hér voru skotbardagar háloftanna spurning um getu en ekki tækni...
Sid Meier Gettysburg (Classic) 1.499,-
Sid Meier er einhver farsælasti tölvuleikjahönnuður okkar tíma og eftir hann liggja leikir eins og Civilization. Hér beinir Sid spjótum sínum af borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum og gerir það eins og honum einum er lagið...sögulega nákvæmur leikur
Fighting Force (Classic) 1.599,-
Slagsmálaleikur þar sem tveir leikmenn geta tekið til hendinni og hreinsað til í undirheimunum. Þrívíddarleikur þar sem maður getur gengið um stór svæði og lamið allt og alla.
Deathtrap Dungeon (Classic) 1.499,-
Hlutverkaleikur sem skartar mjög vandaðri þrívíddargrafík. Leikurinn er gerður eftir vinsælli sögu.
Actua Golf 2 (Classic) 1.499,-
Actua Golf leikirnir eru þekktir fyrir nákvæmni og fjölda brauta. Mjög vandaður golfleikur fyrir þá sem pæla verulega í íþróttinni...
Actua Soccer 2 (Classic) 1.499,-
Actua Soccer leikirnir hafa alltaf verið verðugir keppinautar á vígvelli fótboltaleikjanna. Hér kvittar sjálfur höfðingi enska landsliðsins, Alan Shearer. Leikurinn inniheldur fjölda liða og er grafíkin guðdómleg...
Heavy Gear (Essential línan) 1.599,-
Hér stýrir maður RISA vélmenni sem vegur fleiri hundruð tonn og er fleiri tugir metra á hæð, en þið þekkið gamla spakmælið því stærri farartæki því minna.....
Zork Grand Inquisitor (Essential línan) 1.599,-
Zork leikirnir eru einhverjir vinsælustu ævintýraleikirnir í gegnum tíðina. Zork leikirnir eru mjög dularfullir og uppfullir af skemmtilegum og vönduðum þrautum..
AMF Pro Bowl 3D 1.599,-
Keila hefur sjaldan eða aldrei verið skemmtilegri. AMF, einn af stærstu framleiðendum á keiluvörum stendur bakvið þennan leik. Þessi keiluleikur er algjör fella...
Zebco Pro Fishing 3D 1.599,-
Það er fjör að veiða á PC. Hér er hægt að göslast um fjölmörg vötn Ameríku og dýfa stönginni í von um fisk. Kannski ekki hraður og spennandi leikur, en leikur engu að síður...
Wing Commander Prophecy - cdr 1.599,-
Fimmti leikurinn í hinni geysivinsælu Wing Commander seríu, þar sem Mark Harmon (Logi í Star Wars) fer með aðalhlutverkið. Geimskotleikur í hæðsta gæðaflokki...Leikurinn er á þremur geisladiskum...
Star Wars Supremacy (Lucas Classic) 2.899,-
Hernaðar og skipulagsleikur þar sem sögusviðið er Star Wars heimurinn. Hér er á ferðinni leikur sem reynir á skipulagningu, uppbyggingu og herkænsku.
Phantasmagoria (SO) 1.899,-
Gagnvirk hryllingsmynd er besta lýsingin fyrir þennan leik. Hér er á ferðinni leikinn hryllingsleikur þar sem maður berst við hina ýmsu óvætti. Þennan ævintýraleik ætti enginn að spila einsamall...
Dungeon Keeper Gold 1.399,-
Dungeon Keeper leikirnir taka hina hefðbundnu hlutverkaleiki og snúa öllu við. Hér spilar maður hlutverk "Dungeon Master" sem sér um að byggja upp dýflísurnar og koma hetjunum "góðu" fyrir kattanef....það er fjör að vera vondi kallinn....
Little Big Adventure 2 1.499,-
Geysilega vandaður ævintýra og hasarleikur sem inniheldur margslungnar þrautir. Little Big Adventure 2 býr yfir grafík á heimsmælikvarða. LÁTIÐ ÞENNAN EKKI FRAMHJÁ YKKUR FARA....
Carmageddon (Replay) 799,-
Enginn er óhultur sannast svo um munar í Carmageddon. Hér er höfuðtilgangurinn að keyra niður mann og annann. Leikurinn lætur Egil Skallagrímsson lýta út eins og barnfóstru í samanburði...
NHL 97 1.399,-
NHL tímabilið '97 var eins og vínbændurnir segja gott ár. Hér eru öll liðin, leikmennirnir og vellirnir. NHL serían er gerð af EA Sports, en eftir þá höfðingja liggja bestu íþróttaleikir heimsins...
Need for Speed 2 Special Edition 1.299,-
Vandaðasta og söluhæðsta bílaleikjasería í heiminum í dag er Need for Speed serían. Hér er leikur númer 2 á hlægilegu verði....
Harvest of the Souls (SO) 1.299,-
Ævintýraleikur í ætt við Myst leikina. Þemað er draugagangur og dularfullir hlutir. Leikurinn er uppfullur af þriðja flokks þungarokkstónlist..
Shadow Warrior 1.599,-
Frá þeim sömu og gerðu Duke Nukem kemur hér Shadow Warrior, þrívíddarskotleikur sem kallar ekki allt ömmu sína..Fjöldi vopna og frábær grafík...hér sannast að það eru ekki allir Ninja hermenn sem læðast. Leikurinn er líkt og Duke Nukem uppfullur af húmor og skemmtilegum uppákomum...
Joint Strike Fighter (Classic) 1.799,-
Vandaður flugleikur frá Eidos fyrirtækinu. Fjöldi herferða og nákvæmt flugmódel....
Advanced Tactical Fighters (Classic) 1.399,-
Flugleikur úr hinni geysivinsælu Janes seríu. Flughermarnir frá Janes er þeir nákvæmustu og vönduðustu sem völ er á í dag.
Elk Moon Murders (Essential) 999,-
Undarlegir hlutir fara að gerast í amerískum smábæ. Morð hrannast upp, en enginn veit hvað er á seiði. Spennandi og hraður ævintýraleikur með kvikmyndaatriðum.
Return to Zork (Essential) 1.199,-
Zork leikirnir eru einhverjir vinsælustu ævintýraleikirnir í gegnum tíðina. Zork leikirnir eru mjög dularfullir og uppfullir af skemmtilegum og vönduðum þrautum..
Under a Killing Moon (Premier Coll.) 1.999,-
Tex Murphy er einkaspæjari í framtíðinni, en þrátt fyrir breytta tíma klæðist hann en rykfrakka og ber hatt á höfði líkt og Sam Spade og Marlow gerðu. Hér er á ferðinni gagnvikur kvikmyndaleikur á fjórum geisladiskum og er óhætt að segja að hér sé á ferðinni einhver vandaðasti og fyndnasti ævintýra og kvikmyndaleikur í seinni tíð...
SPQR (Replay) 1.299,-
Rómarveldi til forna er sögusviðið í þessum ævintýraleik sem er uppfullur af skemmtilegum og vönduðum þrautum. Leikurinn sker sig í ætt við Myst leikina..
Imperium Galactica (Replay) 799,-
Hernaðarleikur þar sem barist er um yfirráð yfir alheiminum, það er ekkert minna hér.....mjög vandaður leikur frá GT Interactive. Hér blandast saman uppbygging og hernaður...
Hyperblade (Essential) 1.299,-
Leikurinn gerist í framtíðinni þar sem hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrna og körfubolti heyra sögunni til. Hér keppa menn á nokkurskonar skautum og elta bolta um víðan völl sem líkist helst skál......skál fyrir því !!!
9 (Replay) 1.299,-
Dularfullur ævintýraleikur sem gerður er af fyrirtæki Robert De Niro. Leikurinn er í ætt við Myst leikina..
Hyperblade (Essential) 1.299,-
Dularfullur ævintýraleikur sem gerður er af fyrirtæki Robert De Niro. Leikurinn er í ætt við Myst leikina..
Hyperblade (Essential) 1.299,-
Leikurinn gerist í framtíðinni þar sem hefðbundnar íþróttir eins og knattspyrna og körfubolti heyra sögunni til, hér geysast menn um á hálfgerðum skautum og skjóta bolta um víðan völl sem er eins og skál í laginu....skál fyrir því !!!!
Pitfall (Essential) 1.299,-
Hér er Pitfall Harry mættur í glænýjum Pitfall leik. Hér er á ferðinni vandaður "platform"leikur er sérlega einfaldur í uppsetningu. Leikurinn inniheldur einnig gömlu Atari útgáfuna af Pitfall....
SpyCraft (Essential) 1.299,-
Hörkuspennandi leikur þar sem þú tekur að þér hlutverk leyniþjónustumanns CIA. Hér reynir á allt, fingrafaraleit, hleranir, pyntingar og allt sem CIA maður þarf að takast á við. Leikurinn er á tveimur geisladiskum. Skelfilega raunverulegur njósnaleikur sem sýnir að líf njósnara er enginn dans á rósum......
Space Quest Collection 2.999,-
Hér eru allir Space Quest leikirnir saman komnir í einum pakka. Space Quest serían er vönduð sería ævintýraleikja. Hér er húmor og gott handrit aðalsmerkið. Söguhetjan Roger Wilco er húsvörður í framtíðinni sem lendir í ótrúlegustu ævintýrum...
Zork Nemesis (Essential) 999,-
Zork leikirnir eru einhverjir vinsælustu ævintýraleikirnir í gegnum tíðina. Zork leikirnir eru mjög dularfullir og uppfullir af skemmtilegum og vönduðum þrautum..
Shanghai Great Moments (Essential) 1.399,-
Shanghai er aldargamalt kínverskt spil. Hér er raðað upp steintöflum með allskyns táknum á og síðan þarf maður eftir ákveðnu kerfi að fjarlægja sem flesta steina með því að fá samstæðu.
Gabriel Knight 2 (SO) 1.899,-
Rithöfundurinn og úlfabaninn Gabriel er hér mættur á nýjan leik og er sögusviðið Þýskaland. Frábær ævintýraleikur, uppfullur af spennu og háska. Leikurinne er á þremur geisladiskum.
Death Rally (Replay) 1.399,-
Ein harðasta og óvægasta keppni á fjórum hjólum sem vitað er um. Death Rally spilast frá sama sjónarhorni og Micro Machines eða séð ofanfrá. Leikurinn er stútfullur af mismunandi bílum, vopnum og SKÚRKUM...
Ultima 8 (Classic) 1.599,-
Ultima leikirnir hafa í gegnum tíðina verið þeir vinsælustu meðal hlutverkaleikja. Hérna er Ultima 8 komin á glænýju og lágu verði..
Silent Thunder (SO) 1.199,-
Hér gefst leikmanninum tækifæri á að fljúga skriðdrekabana, flugvél sem getur flogið lágt og fer ekki mikið fyrir. Martröð skriðdrekahermanna...vandaður flughermir !!!
Police Quest Swat (SO) 1.499,-
Leikur þar sem maður tekur völdin hjá víkingasveit Los Angeles borgar. Leikurinn er gerður undir handleiðslu gamalreynds lögreglumanns og þykir óhugnalega raunverulegur.
Aces Collection 2.699,-
Safn nokkurra bestu herma sem komið hafa út fyrir PC. Hér eru bæði flug og kafbátahermar. Nauðsynlegur pakki fyrir stríðsáhugamanninn..
Mortal Kombat 3 (Replay) 1.599,-
Slagsmálaleikur sem er alls ekki fyrir konur, börn og viðkvæmar sálir. Leikurinn er bannaður innan 18 ára. Leikurinn er einnig ágætis kennsluforrit fyrir slátrara.
Doom II (Replay) 1.899,-
Doom II er þrívíddarskotleikur sem skotleikir nútímans hafa allir litið til. Doom II....afi allra skotleikja...
Heretic (Replay) 1.499,-
Þrívíddarskotleikur sem gerist í fornöld. Hér ráða galdrar og óvættir ferðinni. Sama grafíkvél og í Doom leikjunum.
Ultimate Doom (Replay) 1.899,-
Hér er gamli góði þrívíddarskotleikurinn Doom mættur á hlægilegu verði...