Tölvuleikir
6. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýtt - væntanlegt
Verðlaunaplötur
Tilboðshorn
  Flokkar
Playstation
Playstation platinum
PC-leikir
Ódýrir PC leikir
Fræðsluefni PC
Dreamcast
Nintendo 64
Game Boy
  Annað
2 fyrir 2000
Íslenskir tónar
Íslensku tónl.verðlaunin
Safnplötur
Barnaefni
Íslensk klassík
  PS 2
Um PS 2
Fréttir
Væntanlegir leikir
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir

Titill Verð
   
Baldurs Gate 2 3.999,-
Söluhæðsti hlutverkaleikur allra tíma er mættur á ný. Framhaldið af Baldurs Gate er leikur sem flestir hafa beðið eftir. Frábær söguþráður og gríðarleg spenna. Baldurs Gate 2 gefur fyrri leiknum ekkert eftir !!!
Heavy Metal FAKK 2 3.999,-
Drungalegur og dimmur þrívíddarskotleikur byggður á Heavy Metal teiknimyndaseríunni. Leikurinn hefur fengið víða lof gagnrýnenda...
Star Trek New Worlds 3.699,-
Rauntíma hernaðarleikur (ala Command & Conquer) byggður upp í Star Trek veröldinni. Öll geimskipin, farartækin og persónurnar úr Star Trek. Einn af betri Star Trek leikjum í seinni tíð. Mögnuð þrívíddargrafík...
Star Trek Voyager Elite Force 3.799,-
Án vafa vandaðasti Star Trek leikurinn til þessa, hér er hreinlega öllu tjaldað til. Quake III grafíkvélin er síðan notuð til að keyra herlegheitin áfram. Blanda af hasar og lausn verkefna, fjöldi karaktera og verkefna. Leikur fyrir alla þá sem unna góðum tölvuleikjum...
Karoo 2.799,-
Kyngimagnaða kengúran Karoo er mætt á PC. Um er að ræða leik í anda Crash Bandicoot leikjanna, nema í stað geðgóða refsins Bandicoot er kengúra með boxhanska.....undarlegt, en skemmtilegt...
Sidney 2000 3.999,-
Leikur Ólympíuleikanna, frábær íþróttaleikur þar sem maður þarf að taka á öllu sínu til að vinna gullið. Hægt er að spila sem þjálfari íþróttamannanna eða sem sjálfur íþróttamaðurinn og þarf maður að berjast í gegnum hinar ýmsu greinar. Endalausir möguleikar, mögnuð grafík og öll stemningin frá Sydney hér í einum pakka á PC.
The Sims Living Large 2.599,-
Aukadiskur fyrir metsöluleikinn The Sims. Nú færist fjör í leikinn þar sem aukadiskurinn inniheldur hundruðir aukahluta í húsið, nýjar persónur, ný tímabil (hippatímabilið, framtíðarheimilið og fleira) og nýja atvinnumöguleika. Þessi aukadiskur er nauðsynleg viðbót við þennan annars frábæra leik.
Traffic Giant 3.999,-
Að byggja upp umferða-og samgöngukerfi stórborga er ekkert grín. Í Traffic Giant þarf maður að skipuleggja og setja á fót öflugt og skilvirkt samgöngukerfi sem borgararnir eru ánægðir með. Vel gerður og vandaður uppbyggingarleikur...
Star Trek Voyager Elite Force 3.799,-
Star Trek leikur gerður af þeim sömu og færðu ykkur Soldier of Fortune. Þrívíddar skotleikur sem gerist í Star Trek veröldinni....draumurinn er orðinn að veruleika !!! Fullkominn skotleikur þar sem áhersla er lögð á samvinnu og að leysa þrautir ásamt því að skjóta allt í vitleysu...algjör þruma !!!
Dino Crisis 3.699,-
Nú er spennutryllirinn Dino Crisis kominn á PC. Frá framleiðendum Resident Evil leikjanna kemur hér einhver mest spennandi hasar leikur í langan tíma. Ertu maður til að takast á við heilan her risaeðla ??? Leikurinn notar sama kerfi og Resident Evil leikirnir, nema nú er óvinurinn blóðþyrstar risaeðlur...
Alien vs Predator Gold Edition 3.499,-
Magnaður þrívíddar skotleikur. Hægt er að spila leikinn á þrjá vegu, sem hermaður, Alien kvikindi eða Predator skepna. Einn af betri skotleikjum í seinni tíð. Í þessari Gold version eru fleiri borð, fleiri vopn og betri grafík. Ekki missa af þessum !!!
Pokemon Project Studio Red 2.199,-
Eitt helsta æðið í dag snýst um Pokemon höfðingjana. Í þessu skemmtilega forriti býðst aðdáendum Pokemon tækifæri á að búa til sína eigin Pokemona og föndra allt mögulegt í kringum þessa skemmtilegu fígúrur..
Pokemon Project Studio Blue 2.199,-
Eitt helsta æðið í dag snýst um Pokemon höfðingjana. Í þessu skemmtilega forriti býðst aðdáendum Pokemon tækifæri á að búa til sína eigin Pokemona og föndra allt mögulegt í kringum þessa skemmtilegu fígúrur..
Kiss Psycho Circus 3.999,-
Magnaður, en jafnframt undarlegur þrívíddarskotleikur gerður eftir Kiss teiknimyndasögunum. The Psycho Circus ber nafn með rentu....
Grand Prix 3 3.899,-
Frá Richard Crammond kemur einn nákvæmasti og fullkomnasti Formula 1 leikur allra tíma. Grafík og smáatriði Grand Prix 3 verða seint jöfnuð. Nauðsynlegur í öll betri leikjasöfn...
Deus Ex 3.999,-
Frá framleiðanda Daikatana og Quake kemur magnaður þrívíddarleikur Deus Ex. Leikurinn er blanda af skotleik og hlutverkaleik. Frábær grafík og sterkur söguþráður gera Deus Ex einn af leikjum ársins.
Icewind Dale 3.599,-
Frá framleiðendum Baldurs Gate er hér komin nýr leikur, Icewind Dale. Um er að ræða leik í svipuðu formi og Baldurs Gate, nema hvað allt leikkerfið hefur verið tekið í gegn. Þessi leikur er algjör nauðsyn í tölvur aðdáenda góðra "roleplaying" leikja...
Shogun 3.999,-
Frá víðlendum Ástralíu kemur hér glænýr hernaðarleikur byggður á fornum japönskum hefðum. Þessi leikur þykir einn sá vandaðasti í langan tíma. Hér er blandað saman hinum ýmsu leikjagerðum. Leikur sem hittir í mark. Gagnrýnendur hafa gefið leiknum yfir 90% í einkun...
UEFA Manager 2000 3.899,-
Nýjasti "manager" leikurinn á PC. Leikurinn skartar einkaleyfi Evrópusambands knattspyrnunnar. Hægt er að taka við stjórninni hjá öllum helstu félagsliðum heims. Fullkominn og flottur manager leikur þar sem maður getur séð hvern kappleik spilast í fullkominni þrívíddargrafík.
Dark Reign II 3.799,-
Rauntíma hernaðarleikur í fremstu röð. Leikurinn fylgir vinsældum fyrri leiksins með stakri prýði. Leikurinn er einfaldur í notkun og skartar fjölda mismunandi herdeilda og verkefna.
Klingon Academy 3.399,-
Flugskotleikur byggður á Star Trek heiminum. Fjöldi mismunandi geimskipa og óvina er á boðstólnum í þessum glænýja Star Trek leik...
Star Trek : Conquest OnLine 1.899,-
Internetleikur sem gerist í hinum vinsæla Star Trek heimi. Vandaður leikur sem hægt er að spila við vini og vandamenn um allan heim...
Caesars Palace 2000 2.999,-
Vandaður leikur fyrir þá sem hafa gaman af því að reyna við maskínur og leiki spilavíta. Fjöldi spilaleikja er í þessum leik, sem er án vafa einn sá vandaðasti af þessari tegund.
Vampire : The Masquerade Redemption 3.799,-
Einn besti hlutverkaleikur allra tíma. Hér fer saman frábær þrívíddargrafík, pottþéttur söguþráður og skemmtileg spilun. Draumablanda...Leikurinn spannar 800 ár og gerist í fjórum stórborgum. Þennan verða allir að eignast...
The Biggest Names The Best Games 3 3.199,-
Leikjapakki sem saman stendur af bestu leikju Electronic Arts. Mjög vandaður leikjapakki þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
MDK 2 3.499,-
Kurt og félagar er hér mættir á nýjan leik í einu sýrðasta leik seinni tíma. Frábær og flottur skotleikur þar sem maður þarf á öllu sínu að halda.
F1 World Grand Prix 99 3.999,-
Vandaður Formula 1 leikur frá síðasta tímabili í formúlunni. Leikurinn skartar leyfi alþjóða Formula 1 samtökunum og inniheldur alla bílstjóra, bíla og brautir 99 tímabilsins....Leikurinn keyrir þrívíddargrafík sem er í sérflokki...
Diablo 2 3.999,-
Eftirsóknaverðasti leikur allra tíma...Diablo 2 er loks mættur. Hér er á ferðinni gríðarlega vandaður og skemmtilegur leikur sem allir hafa beðið eftir...
Tiger Woods PGA Tour 2000 3.999,-
Nú er tígurinn Woods mættur enn og aftur í nýrri útgáfu af leiknum Tiger Woods PGA Tour 2000. Leikurinn er gefinn út af EA Sports.
Daikatana 3.999,-
Daikatana er þrívíddarskotleikur, hannaður af hinum magnaða John Romero (Quake, Doom). Hér berst aðalsöguhetjan Hiro ásamt félögum sínum Superfly Johnson og hinni gullfallegu Mikko í gegnum fjölda verkefna sem gerast víðs vegar um heiminn á mismunandi tímaskeiðum. Leikurinn inniheldur yfir 60 mismunandi gerðir af óvinakvikindum og hægt er að velja á milli 30 vopna.
TÖLVULOTTÓ 1.699,-
Tölvulottó er leikur þar sem þátttakandi flettir spili og reynir að finna samstæðu við orð eða mynd á spjaldi sem hann hefur áður valið sér. Tveir geta spilað í einu og hafa þeir þá hvor sitt spjald.
Alien Nations 3.999,-
Uppbyggingarleikur í anda Settlers leikjanna. Hér tekur maður við einni af fimm framandi þjóðum og þarf að stýra henni til sigurs. Vandaður leikur þar sem útsjónarsemi borgar sig.
Evolva 3.499,-
Skotleikur í þriðjupersónu þar sem hægt er að stýra þriggja manna liði í gegnum fjöldann allan af herferðum. Leikurinn gerist í framtíðinni. Hér er það grafíkin og góð spilun sem eru í fyrirrúmi. Evolva er ný upplifun fyrir jafnvel reyndustu spilara.
Gunship 3.899,-
Glænýr þyrluleikur frá meistara flughermanna, MicroProse. Gunship er leikur sem er aðgengilegur fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna. Einnig er hægt að tengja Gunship leikinn saman við skriðdrekaleikinn M1 Tank Platoon 2. Grafíkin í leiknum er gríðarlega góð og hefur unnið Gunship mörg verðlaunin síðan hann kom út.
Euro 2000 1.499,-
Nú er hann loksins kominn leikurinn sem gerir einni stærstu knattspyrnukeppni heimsins góð skil. Grafíkin er flottari en í Fifa 2000, fleiri möguleikar, meiri áhersla á "manager" hliðina hjá liðunum. Íslenska landsliðið er í leiknum og nú er bara að koma því í lokakeppnina og vinna baráttuna um Evróputitil landsliða. Leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Fifa 2000. Besti fótboltaleikurinn á markaðnum í dag...
Birthright (SO) 1.299,-
Hlutverkaleikur gerður af Sierra fyrirtækinu. Hér blandast saman góður söguþráður og gott bardagakerfi. Leikurinn er gríðarlega stór og tekur langan tíma að klára...
Rallymasters 3.999,-
Hér er á ferðinni rallíleikur sem á eftir að fá heiminn til að gleyma öllum öðrum rallíleikjum. VANDAÐUR er lykilorðið í gerð Rally Masters. Leikurinn kemur aðeins á PC og PLAYSTATION.
Messiah 3.899,-
Umdeildur leikur þar sem maður tekur að sér hlutverk engils sem getur farið inn í líkama hinna ýmsu karaktera og stýrt þeim og er þar á meðal glæpamenn og gleðikonur. Leikurinn hefur farið mjög fyrir brjóstið á prestastéttinni og skyldi kannski engan undra. Flottur og skemmtilegur leikur sem kemur aðeins fyrir PC.
Majesty 3.999,-
Ef Might and Magic og Command & Conquer myndu eyða nótt saman myndi afkvæmi þeirra verða Majesty. Frábær leikur þar sem endalausir möguleikar eru fyrir hendi. Leikurinn er gerður af öfum hernaðaleikjanna, Microprose.
Risk II 3.999,-
Hér er gamla góða borðspilið Risk tekið í gegn og bætt við helling af nýjum möguleikum. Grafíkin í leiknum hefur verið bætt til muna og nú geta mun fleiri spilað í einu og fleiri útgáfur af Risk...
Nerf Arena 3.499,-
Þrívíddarskotleikur án teljandi ofbeldis, hér gildir að skjóta andstæðinginn með svampkúlum sem gerir hann óvirkann í smátíma. Skotleikur fyrir yngri kynslóðina...
Grand Prix World 3.299,-
Hér er á ferðinni fullkominn "manager"leikur byggður á hinni geysivinsælu Formula 1 keppni. Hér þarf að setja upp auglýsingasamninga, semja við og kaupa bílstjóra, tæknimenn og allt það starfsfólk sem að keppninni koma. Hægt er að fylgjast svo með hverjum kappakstri í fullkominni þrívíddargrafík...
C&C World Wide Warfare 3.999,-
Hér er á ferðinni leikjapakki með Command & Conquer, Red Alert og öllum "official" aukaborðunum fyrir þá. Hér er semsagt bullandi stuð og hasar í einum og sama pakkanum.
F1 2000 3.999,-
Formula 1 er að verða með vinsælli keppnisgreinum í heiminum í dag. EA Sports kemur hér með F1 2000 sem er eini Formula 1 leikurinn sem er með leyfi til að nota alla bíla, keppendur og brautir sem tilheyra 2000 tímabilinu. Kepptu um leið og atvinnumennirnir keppa í ár.
Need for Speed 5 : Porsche 3.999,-
Nýjasti leikurinn í Need for Speed seríunni. Þessi fimmti leikur í seríunni er helgaður Porsche bifreiðum og eru yfir 50 mismunandi gerðir af Porsche bílum í leiknum. Það er gríðarlega mikið um mismunandi keppnismöguleika í leiknum.
Star Trek Armada 3.999,-
Rauntíma hernaðarleikur byggður á persónum og herdeildum úr Star Trek veröldinni. Hægt er að velja um að stýra einum af fjórum mismunandi liðum. Hægt er að spila leikinn í gegnum net. StarCraft hvað ?!?!?!?
Soldier of Fortune 3.999,-
Fyrrum Víetnam hermaður gerist málaliði og tekur að sér verk sem ekki mega spyrjast út. Hér er á ferðinni þrívíddarskotleikur byggður á Quake II grafíkvélinni. Leikurinn er bannaður innan 18 og er það engin furða. Raunverulegur og spennandi, gagnrýnendur tala um að hér sé á ferðinni besti þrívíddarskotleikur í seinni tíð.
Star Wars Force Commander 3.899,-
Nú hefur Star Wars serían loks verið tekin með stæl og sett í rauntíma hernaðarbúning, líkt og Command & Conquer, nema hér er fullkomin þrívíddargrafík á ferðinni. Það er hrein unun og forréttindi að fá að taka í stjórnartaumana hjá herdeildum úr Star Wars myndunum. Leikurinn er gríðarlega vandaður og er á tveimur diskum. Mikið að myndskeiðum prýða leikinn.
UEFA Champions League 2000 3.999,-
Meistarakeppni Evrópu er einhver vinsælasti knattspyrnuviðburður veraldar, hér hefur Eidos fyrirtækið gert leik sem nær að grípa stemmingu þessarar keppni. Allir vellirnir, liðin, leikmennirnir og stemmingin. Þennan leik má enginn alvöru knattspyrnuaðdáandi láta framhjá sér fara.
Thief 2 3.999,-
Hlutverkaleikur þar sem maður græðir eins mikið á því að læðast og að ráðast á. Gagnrýnendur hafa verið duglegir nú síðustu daga að gefa þessum magnaða þrívíddar hlutverkaleik (RPG) hæstu mögulegar einkunnir.
Enemy Engaged Comanche Hokum 3.499,-
Þyrluleikur frá Empire fyrirtækinu, en þeir hafa áður slegið í gegn með flughermunum Flying Corps og Mig Alley. Þyrluhermir fyrir þá sem vilja fá raunveruleikann beint í æð...
Invictus : In the Shadow of Olympus 3.499,-
Hernaðarleikur þar sem grísku goðin standa í ströngu, hér er blandaða saman hlutverkaleik og hernaðarleik. Þetta er magnaður kokkteill sem flestir ættu að hafa gaman að.
Slave Zero 3.999,-
Sögusviðið er framtíðin í þessum þriðju persónu skotleik. Maður tekur að sér hlutverk Slave Zero, vélmenni sem þjónar illum öflum, en nær að brjótast úr ánauðinni og snýst gegn fyrri húsbónda sínum. Magnaður skotleikur með ÓTRÚLEGRI þrívíddargrafík...
Demolition Racer 3.499,-
Frá framleiðendum Destruction Derby leikjanna kemur nú Demolition Racer, glænýr klessubílaleikur þar sem ekkert er heilagt. Fjöldi mismunandi bíla og brauta. Hægt er að velja um fjölda mismunandi keppnismöguleika og þar á meðal hina vinsælu skál þar sem allir klessa á alla...
Civilization : Call to Power (DVD) 3.999,-
Nú er framhaldið af Civilization eða Civilization Call to Power kominn í nýrri og betri útgáfu á DVD. Myndskeið og hljóð leiksins hefur verið bætt til muna ásamt öðrum smærri hlutum.
Firestorm (Tiberian Sun aukadiskur) 2.399,-
Loks er hann kominn, fyrsti aukadiskurinn fyrir Tiberian Sun. Firestorm aukadiskurinn býður uppá fjöldann allan af nýjum herdeildur, verkefnum og kortum bæði til að spila solo eða í multiplayer. Nauðsynleg viðbót fyrir þá sem eiga Tiberian Sun.
Lucky Luke (Dalton on Trail ) 2.699,-
Lukku Láki er mættur á PC í glænýjum og fjölbreyttum Platformleik. Skjóta, slást, sitja hest og stökkva er aðeins fátt eitt af því sem þessi leikur býður uppá. Flott þrívíddargrafík. Láki hefur sjaldan eða aldrei verið þetta svalur.
Maximum Flight 3.099,-
Magnaður flugpakki frá Empire fyrirtækinu sem fram að þessu hefur verið margverðlaunað fyrir flugherma sína. Þessi pakki inniheldur : F/A 18 Korea, Flying Corps Gold, Enemy Engaged - Apache Havoc og Mig Alley.
Superbikes 2000 3.599,-
Hraðakstur á mótorhjólum. Allir bestu keppendur heimsins í þessum magnaða og hraða mótorhjólaleik frá EA Sports. Hægt er að spila heilt tímabil líkt og í raunveruleikanum. Allar brautirnar, keppendurnir og hjólin..
F/A 18 3.999,-
Glænýr flugleikur frá snillingunum hjá Janes. Nú er athyglinni beint að hinni mögnuðu F/A 18 þotu. Leikur fyrir þá sem vilja vandaða flugleiki.
Beetle Crazy Cup 3.799,-
Snargeggjaður bílaleikur frá Infogrames. Hér er lykilorðið fjör. Fjölmargir bílar á enn fleiri og fjölbreyttari brautum. Þetta er leikur sem allir bílaáhugamenn hafa gaman af.
Nox 3.999,-
Nox er leikur í anda Diablo. Leikurinn er gerður af snillingunum hjá Westwood, en þeir hafa meðal annars gert Command & Conquer leikina.
Final Fantasy VIII 4.199,-
Stærsti og besti hlutverkaleikur allra tíma er loks komin á PC. Þetta er leikur sem skartar sterkum söguþræði sem spannast á 4 geisladiska. Grafíkin er guðdómleg og er þetta einn vandaðasti og fjölbreyttasti leikurinn á markaðnum í dag. Leikurinn inniheldur lágmark 100 spilatíma.
Battlezone II 3.999,-
Framhaldið af Battlezone er loks komið. Þetta er geysilega vandaður rauntíma hernaðarleikur í anda Tiberian Sun, nema hér er allt í geysilega vandaðri þrívíddargrafík. Þetta er leikur fyrir þá sem vilja takast á við alvöru verkefni.
The Sims 4.199,-
Sápuópera á PC tölvunni þinni. The Sims er leikur sem fjallar um lífið sjálft, maður velur sér persónu og þarf að koma henni í gegnum lífið. Kaupa hús og bíl, finna vinnu og fleira. Þetta er fullkominn hermir af lífinu sjálfu.
Airport 3.299,-
Viðskiptahermir þar sem rekstur og uppbygging flugvalla er aðalatriðið. Hægt er að kaupa landsvæði um allan heim, þ.á.m. á Íslandi. Skemmtilegur og vandaður viðskiptahermir. Leikurinn inniheldur vel upp setta kennslu svo að sem flestir komist á auðveldan hátt inn í gang leiksins.
Age of Wonders 3.999,-
Leikur í anda Might & Magic leikjanna. Leikurinn er gerður af Gathering of Developers og lýtur geysilega vel út og virðist ætla að ná að skapa sér eigin sillu meðal leikja af þessari gerð.
Wheel of Time 4.099,-
Ævintýraleikur með guðdómlegri grafík. Leikurinn sver sig í ætt við Myst og þessháttar leiki. Hér eru þrautir sem aðeins þeir bestu geta glímt við. Reyndu ef þú þorir.
Puzzle Bobble 2 2.599,-
VARÚÐ !!! VANABINDANDI LEIKUR. Leikur fyrir konur og börn. Þetta er skemmtilegur þrautaleikur þar sem maður á að fylla borð andstæðingsins með kúlum. Því fleiri sem spila, því meira fjör...
Email Games XCOM 1.499,-
Email leikir er ný leið í spilun tölvuleikja. Hvort sem það er skák eða sjóorrusta hér senda menn sínar umferðir í gegnum internetið með email og mótspilarinn meðtekur og sendir mótleik, þannig gengur spilið þangað til annar stendur uppi sem sigurvegari. Hér gefst þér tækifæri á að heyja hetjulegan og taktískan bardaga við vini og vandamenn um allan heim í gegnum email...
Email Games Soccer 1.499,-
Email leikir er ný leið í spilun tölvuleikja. Hvort sem það er skák eða sjóorrusta hér senda menn sínar umferðir í gegnum internetið með email og mótspilarinn meðtekur og sendir mótleik, þannig gengur spilið þangað til annar stendur uppi sem sigurvegari. Hér getur þú spilað knattspyrnu við vini og vandamenn um allan heim í gegnum email...
Email Games Classic Games 1.499,-
Email leikir er ný leið í spilun tölvuleikja. Hvort sem það er skák eða sjóorrusta hér senda menn sínar umferðir í gegnum internetið með email og mótspilarinn meðtekur og sendir mótleik, þannig gengur spilið þangað til annar stendur uppi sem sigurvegari. Hér er samankomið safn klassískra borðspila sem hægt er að spila við vini og vandamenn um allan heim í gegnum email...
Email Games Battleship 1.499,-
Email leikir er ný leið í spilun tölvuleikja. Hvort sem það er skák eða sjóorrusta hér senda menn sínar umferðir í gegnum internetið með email og mótspilarinn meðtekur og sendir mótleik, þannig gengur spilið þangað til annar stendur uppi sem sigurvegari. Hér gefst þér tækifæri á að spila sjóorrustu við vini og vandamenn um allan heim í gegnum email.
Pong 3.299,-
Leikurinn sem byrjaði tölvuleikjabytlinguna er hér komin í nýjum búning fyrir PC og PlayStation. Vel útfærð uppfærsla þar sem öll áhersla er lögð á fjörmikla spilun. Hér gildir því fleiri sem spila þeim mun meira fjör...
IWar - Defiance 2.699,-
Framtíðar flughermir þar sem sögusviðið er geimurinn. Leikurinn þykir mjög vandaður, en jafnframt nokkuð erfiður og aðeins fyrir þá leikmenn sem eru vanir leikjum af þessari tegund.
Revenant 3.499,-
Fyrir alla hina fjölmörgu aðdáendur Diablo kemur hér leikur af svipuðu bergi brotinn. Revenant er allt sem Diablo var ásamt töluvert meiru. Revenant hefur verið hrósað fyrir góða grafík og bardagakerfi sem þykir minna á slagsmálaleiki...
Revenant 3.499,-
Fyrir alla hina fjölmörgu aðdáendur Diablo kemur hér leikur af svipuðu bergi brotinn. Revenant er allt sem Diablo var ásamt töluvert meiru. Revenant hefur verið hrósað fyrir góða grafík og bardagakerfi sem þykir minna á slagsmálaleiki...
The Nomad Soul 3.499,-
Hér er á ferðinni leikur þar sem hinum ýmsu leikjagerðum er blandað saman. Þetta er blanda af ævintýra, hlutverka og hasarleik. Það er enginn annar en David Bowie og konan hans Iman sem fara með aðalhlutverkin í þessum leik, ásamt því að David Bowie samdi 10 ný lög sem aðeins verða gefin út í leiknum. Leikur sem hefur hlotið geysilegt lof gagnrýnenda, sem segja þetta einn besta kokkteil sem þeir hafa bragðað á lengi...
Sim City 3000 - CDR 3.999,-
Vinsælasti uppbyggingaleikur allra tíma hefur fengið andlitslyftingu svo um munar. Leikur sem hægt er að spila tímunum saman. Hér er markmiðið að byggja upp og reka stórborgir, en líf borgarstjóra er ekki bara lax í Elliðaánum, því jarðskjálftar, óveður og aðrir óvættir geta raskað jafnvægi borganna.
Y2K Adventure 3.599,-
Ævintýraleikur byggður á hinum sívinsæla 2000 vanda. Leikurinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og þykir í fremstu röð.
Planescape Torment 3.999,-
Án vafa einn besti hlutverkaleikur sem komið hefur út. Hér hafa framleiðendur Baldurs Gate komið saman aftur og slá öll áður þekkt met. Einn nauðsynlegur fyrir aðdáendur "role-playing" leikja.
Planescape Torment 3.999,-
Án vafa einn besti hlutverkaleikur sem komið hefur út. Hér hafa framleiðendur Baldurs Gate komið saman aftur og slá öll áður þekkt met. Einn nauðsynlegur fyrir aðdáendur "role-playing" leikja.
Championship Manager 99/00 2.699,-
Ný útgáfa af metsöluleiknum Championship Manager 3. Nú er hægt að stækka vellina, leikmenn hafa meira vald í samningaviðræðum, stjórnin lætur að sér kveða og margt margt fleira. Besti "manager" leikurinn er orðinn enn betri.
Theme Park World 1.999,-
Það er fátt skemmtilegra en að setja upp tívolí. Theme Park World er framhaldið af hinum magnaða Theme Park sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Fullkominn viðskiptahermir þar sem hægt er að beita ýmsum brögðum.
Ford Racing 2.899,-
Bílaleikur unninn í samvinnu við Ford verksmiðjurnar. Hægt er að skapa sér feril sem keppnismaður þar sem maður byrjar á ódýrum bílum og vinnur sig upp í dýrari bíla eftir því sem á líður. Frábær bílaleikur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Sega Rally 2 2.899,-
Góður rallíleikur tekinn beint úr spilakassa. Leikurinn skartar flottri grafík og tekst hér í fyrsta skipti að skapa alvöru "arcade" fílíng á PC.
Delta Force 2 3.999,-
Stærri, flottari, raunverulegri og miklu betri en ásinn. Delta Force 2 er þrívíddarskotleikur þar sem hlutirnir eru mjög raunverulegir, bæði hvað varðar umhverfi og vopn. Leikur frá NovaLogic, en það fyrirtæki hefur getið sér gott orð í gerð herma.
NBA Live 2000 3.999,-
Körfubolti í sinni fegurstu mynd. Nýjustu liðin, allir leikmennirnir og grafíkin orðin hreint út sagt frábær. Hægt er að spila "one on one" við Jordan og svo eru bestu NBA lið allra tíma í leiknum. Hægt er að spila leikinn sem manager.
Rouge Spear 3.999,-
Framhaldið af leik ársins í fyrra, Rainbow Six. Þetta er þrívíddarskotleikur með skipulags ívafi, þar sem maður stýrir alþjóðlegri sveit manna sem berst gegn hryðjuverkamönnum. Vandaður leikur fyrir þá sem pæla alvarlega í leikjum.
Tiberian Sun 1.999,-
Þriðji leikurinn í Command & Conquer seríunni og sá besti hingað til. Grafíkin hefur verið tekin í gegn, stjórnkerfið einfaldað, en jafnframt gert fullkomnara. Mikið er lagt upp úr söguþræðinum. Þessi leikur er "algjört möst" á hvert tölvuheimili.
Pizza Syndicate 3.199,-
Hér setur þú upp þitt eigið pizzaveldi. Leikurinn er fullkominn viðskiptahermir með öllu sem því tilheyrir. Setja þarf upp staðina, velja starfsfólk, búa til pizzur og reka öll herlegheitin. Ef illa gengur er hægt að leita á náðir mafíunnar.
Quake III : Arena 3.999,-
Afi allra skotleikja er kominn hér í þriðja sinn. Nú er einblínt á fjölspilun í gegnum internetið, en einnig er hægt að spila leikinn einn síns liðs. Leikurinn skartar fallegustu grafík sem sést hefur í leik af þessum toga. Ekki missa af þessum !
Grand Theft Auto 2 3.199,-
Umdeildasti leikur okkar tíma er kominn aftur í enn svakalegri útgáfu. Grafíkin hefur verið gjörsamlega endurunnin og gervigreind leiksins er orðin hættulega góð. Þessi leikur sannar svo um munar að GLÆPIR BORGA SIG !!!
Indiana Jones & the Infernal Machine 2.599,-
Nú er Jonni kominn á PC og í þriðju persónu skot og ævintýraleik. Grafíkin í leiknum er hrein snilld og setur nýja staðla í gerð tölvuleikja. Leikur fyrir alla aðdáendur Jones og góðra skotleikja. Okkar menn hjá LucasArts klikka ekki.
Formula 1 99 2.999,-
Nýjasta útgáfa Formula 1 frá Psygnosis. Leikurinn býður uppá alla nýjustu bílstjóranna, brautirnar og bílana. Grafíkin hefur einnig verið bætt til muna.
Tomb Raider The Last Revelation 2.999,-
Brjóstabomban kemur hér í sínum fjórða leik og hefur allt verið sett í þennan lokakafla um Löru Croft. Nú er hægt að setja þá hluti sem maður heldur á saman og búa til úr þeim vopn og aðra hjálplega hluti. Enn betri grafík. Enn meira fjör.
Fifa 2000 3.999,-
Margir telja Fifa 2000 besta fótboltaleik allra tíma. Allar stærstu deildarkeppnir heimsins. Sala og kaup leikmanna. Þessi nýjasti fótboltaleikur EA Sports hefur slegið í gegn.
Bugs Bunny Lost in Time 3.199,-
Kalli kanína í öllu sínu veldi. Frábær leikur fyrir krakka.
Outcast 4.399,-
Outcast notar öll hestöfl PC vélarinnar og það vel. Outcast er ævintýra og "action"leikur sem hefur á að skipa einhverri best heppnuðu blöndu af grafík hasar og söguþræði. Margir vilja meina að hér sé kominn besti PC leikur allra tíma.
BreakNeck 3.999,-
Án nokkurs vafa hraðasti og flottasti bílaleikur sem PC vélin hefur séð á sinni ævi. Leikurinn býður einnig upp á fjölda möguleika og hefur honum verið líkt við Gran Turismo. Og ef stemmingin er þannig er hægt að hrúga vopnum á bílana og keyra um skjótandi í allar áttir. Leikur sem sameinar allt það besta úr þeim bílaleikjum sem við þekkjum í dag.
Star Wars Episode 1 The Phantom Menace 2.399,-
Frá snillingunum hjá LucasArts kemur Star Wars leikur sem fylgir söguþræði nýju myndarinnar. Phantom Menace er ævintýra og hasarleikur sem gerist í hinum magnaða heimi Star Wars. Fjöldi vopna og karaktera úr myndinni eru tiltæk í þessum nýjasta leik LucasArts.
Kingpin 3.999,-
Umdeildur þrívíddarskotleikur í anda Quake sem gerist á götum stórborgar þar sem skotvopn og hnefar ráða ríkjum. Klíkustríð og hefndir eru daglegt brauð. Leikurinn hefur hlotið mikið umtal og verið umdeildur vegna innihaldsins. Kingpin er ekki ætlaður yngri en 16 ára.
Hidden & Dangerous 4.199,-
Frá útgefendum Spec Ops. H&D hefur verið líkt við Commandos nema hvað leikurinn er í þrívídd. Leikurinn gerist í seinni heimsstyrjöldinni og næst að skapa það umhverfi og andrúmsloft sem lék um þessa mögnuðu styrjöld. Fyrir alla unnendur góðra hasar og hugsunarleikja.