Tölvuleikir
6. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýtt - væntanlegt
Verðlaunaplötur
Tilboðshorn
  Flokkar
Playstation
Playstation platinum
PC-leikir
Ódýrir PC leikir
Fræðsluefni PC
Dreamcast
Nintendo 64
Game Boy
  Annað
2 fyrir 2000
Íslenskir tónar
Íslensku tónl.verðlaunin
Safnplötur
Barnaefni
Íslensk klassík
  PS 2
Um PS 2
Fréttir
Væntanlegir leikir
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir

Á þessari síðu höfum við tekið saman nokkra góða PlayStation leiki sem PlayStation aðdáendur ættu að kynna sér og eignast.
Bónusklúbbsmeðlimir ATH: Þið fáið auðvitað afslátt af því verði sem hér er sýnt. Smellið á titlana til að sjá Bónusklúbbsverðið.

Titill Verð
   
Magical Drop 2.999,-
Þrautaleikur í anda Bust A Move leikjanna. Fjöldi litríkra borða...hægt er að velja mismunandi persónur sem allar eru undarlegar á sinn hátt...
Toonenstein 3.999,-
Magnaður ævintýra-og platformleikur fyrir yngstu spilarana. Leikurinn byggisr á teiknimyndapersónum frá Warner Bros. fyrirtækinu. Leikur sem öll fjölskyldan á að geta fundið sig í.
Tony Hawk Pro Skater 2 3.999,-
Loksins...framhaldið af metsöluleiknum Tony Hawks Skateboarding. Nú er hægt að búa til sínar eigin brautir og búið er að fínstilla grafíkina til muna og bæta við hundruðum af "tricks" til að gera á brettunum.....þetta er brettaleikurinn...
Spiderman 3.999,-
Vinur okkar kóngulóamaðurinn er mættur á PlayStation í sínum fyrsta leik til þessa. Magnaður þrívíddarleikur sem spilast líkt og Tomb Raider leikirnir. Leikurinn er uppfullur af öllum helstu óvinum Spiderman og þarf hann að beyta öllum brögðum til að stoppa óþokkana. Svalt er að maður getur klifrað upp um alla veggi og um öll loft. Þessi leikur er algjör sigurvegari...
Nightmare Creatures 2 3.899,-
Geðveikur vísindamaður ætlar að taka yfir Parísarborg....og þar næst heiminn...en fyrrum tilraunadýr hans reynir að stoppa hann og það ert þú...Frábær leikur stútfullur af hryllingi og spennu. Grafíkin er ótrúleg og fjöldi óvina gríðarlegur...tekst þér að bjarga París og stoppa hinn undarlega vísindamann ??
Mr. Driller 2.399,-
Glænýr leikur frá snillingunum hjá Namco. Mr Driller er höfðingi sem þarf að bora sig niður í jörðina á sem skemmstum tíma. Mr Driller er tekinn beint úr spilakassa. VARÚÐ !!! Leikurinn er gríðarlega ávanabindandi...
Streetscooters 3.399,-
Það er fátt skemmtilegra en að þeysast um götur stórborga á vespum...Streetscooter smellir þér inní hinar ýmsu borgir þar sem þú þarft að sendast á milli staða með hina ýmsu sendingar....en passaðu þig á umferðinni !!!
Landmaker 3.399,-
Skemmtilegur þrautaleikur í anda Bust a Move leikjanna. Hér gildir að reyna að byggja upp áður en andstæðingurinn nær að koma og brjóta niður. Leikur sem margfaldar gæði sín þegar tveir spila í einu.
Hugo 2 1.699,-
Litla tröllið Húgó er loks mætt á PlayStation. Leikur þar sem yngstu börnin geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjórir mismunandi leikir eru í pakkanum og þarf maður að klára þá til að bjarga fjölskyldu Húgó....
Sidney 2000 3.999,-
Leikur Ólympíuleikanna, frábær íþróttaleikur þar sem maður þarf að taka á öllu sínu til að vinna gullið. Hægt er að spila sem þjálfari íþróttamannanna eða sem sjálfur íþróttamaðurinn og þarf maður að berjast í gegnum hinar ýmsu greinar. Endalausir möguleikar, mögnuð grafík og öll stemningin frá Sydney hér í einum pakka á PlayStation.
Chase the Express 3.599,-
Frábær leikur í anda Resident Evil. Kjarnorkulest sem er á leið frá Rússlandi til Parísar er rænt af hættulegum hryðjuverkamönnum. Á ógnarhraða geysist lestin áfram og þú ert um borð og þarft að bjarga málunum. Af mörgum talinn leikur ársins...
Tenchu 2 3.999,-
Magnaður ævintýra og hasarleikur þar sem þú ert í hlutverki þrautþjálfaðs ninja hermanns. Fjöldi mismunandi verkefna í þessum magnaða leik sem spilast í þriðju persónu. Leikurinn er mun betri en sá fyrri. Hér borgar sig að læðast um og koma fórnarlömbunum á óvart. Hægt er að búa til sín eigin borð. Einn af stærri leikjum ársins...
X - Men Mutant Academy 2.899,-
Hinir fræknu X Men eru mættir hér í vönduðum slagsmálaleik byggðum á þeim karakterum sem eru í myndinni. Frábær slagsmálaleikur með enn betri grafík...
Vib Ribbon 2.399,-
Tónlistarleikur sem jaðrar við bilun...Vib Ribbon er kvikindi sem þarf að ganga í gegnum þrauta-brautir og styrkleiki brautanna ræðst af þeirri tónlist sem þú spilar undir. Hægt er að nota hvaða tónlistardisk sem er í leikinn.
Hogs of War 3.999,-
Svínin eru mætt !!! Og þau eru í stríðsham. Hér er um að ræða leik í anda Worms, nema hvað hér er allt í fullri þrívíddargrafík. Rik Mayall talar inná fyrir svínin. Frábær partýleikur þar sem einkunarorðin eru "Born to Grill !!"
Suikoden 2 3.899,-
Frá snillingunum hjá Konami kemur glænýr hlutverkaleikur. Suikoden heldur fast í japanskar venjur, en þar er meiri áhersla lögð á sterkan söguþráð og skemmtilega spilun, en grafík...
Terracon 2.399,-
Þriðju persónu skotleikur þar sem maður tekur að sér hlutverk geimveru í vanda. Hér er á ferðinni hraður og skemmtilegur leikur þar sem áherslan er á hasar númer eitt, tvö og þrjú...
Grind Session 3.499,-
Frábær hjólabrettaleikur sem veitir Tony Hawk magnaða samkeppni. Grind Session, hefur uppá allt að bjóða, yfir 100 mismunandi "trick", hægt að búa til sínar eigin brautir og svo er auðvitað hægt að velja um að stýra nokkrum af bestu brettahöfðingjum heimsins...
Toshinden 4 4.499,-
Nú er loks kominn fjórði leikurinn í Toshinden seríunni. Hér er á ferðinni fullkominn slagsmálaleikur þar sem barist er með vopnum í fullkominni þrívídd....
Caesars Palace 2000 2.799,-
Hinir fjölmörgu leikir spilavítanna hafa ávallt verið heillandi, hér hefur Virgin Interactive fyrirtækið safnað þeim helstu saman og gefið út þennan vandaða leik, þar sem þú breytir PlayStation vélinni í fullkomið spilavíti...
Silent Bomber 4.199,-
Magnaður hasarleikur fyrir PlayStation. Hér er á ferðinni dúndur leikur þar sem maður er í hlutverki sprengjusérfræðings, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Frábær þrívíddargrafík og fjöldi óvina. Þessi leikur hefur fengið gríðarlega góða dóma gagnrýnenda...
In Cold Blood 4.299,-
Einn af stærstu leikjum ársins frá Sony. Hér er á ferðinni mögnuð blanda ævintýraleiks og hasarleiks. Söguþráður leiksins og framvinda minnir á stærstu hasarmyndir frá Hollywood. Leikurinn er á tveimur geisladiskum og hefur hann fengið mjög góða dóma gagnrýnenda.
Bishi Basi Special 3.799,-
Frumlegur leikur þar sem tveir geta spilað saman. Bishi Bashi Special er leikur þar sem keppendur leiða saman hesta sína í fjölda spennandi smáleikja. Algjört möst í partíið..
Vandal Hearts 2 3.599,-
Hlutverkaleikur ættaður frá Japan. Sterkur söguþráður ásamt frábæru bardagakerfi. Þetta er leikur sem endist í fleiri vikur...
NBA In The Zone 2000 3.699,-
Nýjasti PlayStation leikurinn sem tekur púlsinn á hinni heimsfrægu NBA körfuboltadeild. Góð grafík og allar stjörnur sterkustu körfuknattleiksdeildar heimsins. Góð skemmtun fyrir aðdáendur NBA...
Disney World Racing 3.999,-
Go Kart leikur þar sem maður getur valið um allar helstu persónur Disney í gegnum tíðina. Margar brautir og fjöldi bíla. Einn frábær fyrir börn á öllum aldri...
Radikal Bikers 2.899,-
Að sendast um með pizzur og annan varning getur verið vandasamt, það sannast í spilakassaleiknum Radikal Bikers. Hraður og skemmtilegur mótorhjólaleikur þar sem maður þarf virkilega að taka á öllu sem maður hefur...
Vagrant Story 4.299,-
Frá snillingunum hjá Squaresoft er hér á ferðinni glænýr hlutverkaleikur. Squaresoft hefur áður gert Final Fantasy leikina. Vagrant Story hittir algjörlega í mark og dregur ekkert undan.
Ronaldo V Football 3.999,-
Leikur gerður undir nafni einnar skærustu stjörnu knattspyrnunnar í dag. Ronaldo V Football býður uppá marga valmöguleika og er þar á meðal hægt að spila sem íslenska landsliðið í öllum stærstu keppnum heimsins...
Premier Manager 2000 3.999,-
Nýjasti leikurinn í hinni geysivinsælu Premier Manager seríu. Það er enginn annar en Kevin Keegan sem leggur nafn sitt við þennan öfluga knattspyrnustjóraleik, þar sem þú getur tekið stjórnina hjá stærstu félagsliðum heimsins.
Dragon Valour 2.399,-
Hér er maður settur í hlutverk drekabana. Leikurinn Dragon Valour er blanda af hasar og hlutverkaleik. Hundruðir dreka eru í leiknum og þarf maður mismunandi aðferðir á þá alla. Leikurinn er gerður af snillingunum hjá Namco.
Beatmania 5.499,-
Skemmtilegur og fjölbreyttur tónlistarleikur þar sem réttur taktur er nauðsynlegur. Öðruvísi leikur fyrir þá sem hafa gaman að tónlist.
Tron Bonne 4.199,-
Hlutverka-og ævintýraleikur þar sem tveir bræður gera sér för um að bjarga vini sínum. Leikurinn skartar vönduðum söguþræði og skemmtilegum og litríkum karakterum.
Need for Speed 5 : Porsche 4.999,-
Nýjasti leikurinn í Need for Speed seríunni. Þessi fimmti leikur í seríunni er helgaður Porsche bifreiðum og eru yfir 50 mismunandi gerðir af Porsche bílum í leiknum. Það er gríðarlega margir mismunandi keppnismöguleikar.
Victory Boxing 3 4.299,-
Glænýr boxleikur fyrir PlayStation. Hægt er að búa til sinn eigin boxara og kýla sér leið á topp heimslistans..
Barbie Super Sports 3.899,-
Hin eina og sanna Barbie er hér mætt í stórskemmtilegum og spennandi leik fyrir stúlkur á öllum aldri...Hér er hægt að skella sér á snjóbretti og hjólaskauta. Fjöldi brauta er í leiknum.
4 x 4 World Trophy 2.899,-
Hér er á ferðinni bílaleikur sem kallar ekki allt ömmu sína. Leikurinn byggir á jeppum og stórum farartækjum sem bryðja allt í sig sem fyrir þeim verður. Leikurinn kemur bæði á PC og PlayStation.
Legend of Legaia 2.299,-
Hlutverkaleikur í japönskum stíl. Hér berst maður gegn fyrrum þrælum mannkynsins, sem gert hafa uppreisn. Leikurinn hefur allt að bera sem japanskir hlutverkaleikir hafa, skemmtilega karaktera, söguþráð og vandaða grafík...
Jedi Power Battles 3.999,-
Nýjasti Star Wars leikurinn á PlayStation. Leikurinn er byggður á nýjustu Star Wars myndinni Episode 1. Leikurinn er slagsmála og hasarleikur í bland. Hægt er að spila leikinn tveir saman og er hægt að velja sér einn af mörgum karakterum úr Star Wars myndinni.
Gekido 3.999,-
Magnaður slagsmálaleikur þar sem tveir geta spilað í einu. Leikurinn gerist á stórum svæðum líkt og í Fighting Force. Vel útfærður leikur þar sem hægt er að berjast með hinum ýmsu hlutum úr umhverfinu. Partýleikur með stóru péi...
Rally Masters 3.999,-
Fullkominn rallíleikur gerður af þeim sömu og hönnuðu hina frábæru V-Rally leiki. Leikurinn býður uppá fjölda brauta og bíla sem notaðir eru í heimsmeistarakeppninni í rallí..Gagnrýnendur hafa gefið leiknum toppdóma fyrir grafík og raunverulega spilun.
Guilty Gear 4.199,-
Hraður og spennandi slagsmálaleikur í anda Street Fighter leikjanna. Leikurinn býður uppá fjölda karaktera og er hægt að berjast bæði með vopnum og án.
N'Gen 3.999,-
Hraður kappakstursleikur sem líkt hefur verið við WipeOut leikina. Leikurinn hefur fengið gríðarlega góða dóma og segja fróðir menn að hér sé Wipeout tekinn í ra....bakaríið bæði hvað varðar hraða og skemmtun...
Euro 2000 1.999,-
Nú er hann loksins kominn leikurinn sem gerir einni stærstu knattspyrnukeppni heimsins góð skil. Grafíkin er flottari en í Fifa 2000, fleiri möguleikar, meiri áhersla á "manager" hliðina hjá liðunum. Íslenska landsliðið er í leiknum og nú er bara að koma því í lokakeppnina og vinna baráttuna um Evróputitil landsliða. Leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Fifa 2000. Besti fótboltaleikurinn á markaðnum í dag...
Rescue Shot 2.499,-
Góður byssuleikur frá NAMCO fyrirtækinu. Leikurinn er sérhannaður fyrir G-CON byssuna frá Sony. Hér þarf maður að vernda aðalsöguhetjuna með því að skjóta allskyns óvætti sem reyna að ráðast á hana. Skemmtilegur leikur með góðum söguþræði...
NHL Blades of Steel 4.499,-
Glænýr íshokkíleikur frá Konami, þeim sömu og hafa gert körfuboltaleikina NBA In the Zone...
Muppet Race Mania 2.299,-
Hér er á ferðinni hraður og skemmtilegur kappakstursleikur með hinum geysivinsælu Prúðuleikurum í aðalhlutverki. Allir gömlu félagarnir eru hér mættir eins og Kermit, Svínka, Dýri og allir þeir...
Medievil 2 2.299,-
Loks er það komið framhaldið af MediEvil...Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er hér á ferðinni magnaður þrívíddarleikur fullur af hasar og ævintýrum. Þetta er leikur sem á erindi inn á öll PlayStation heimili...
Vampire Hunter D 4.799,-
Hér er á ferðinni ævintýra -og hasarleikur sem er byggður á vinsælum japönskum teiknimyndum...
Jimmy Whites 2 Cueball 4.399,-
Hér getur maður spilað fjöldan allan af mismunandi billjard leikjum undir öruggri handleiðslu Jimmy White. Vandaður og nákvæmur billjardleikur fyrir alla þá sem hafa gaman af því...
Championship Bass 4.699,-
Afslappandi og raunverulegur veiðileikur þar sem maður dýfir í vötn víðs vegar um heim. Hægt er að taka þátt í allskyns veiðikeppnum....
Rugrats : Studio Tour 4.499,-
Grallararnir í Rugrats eru mættir til leiks á ný. Hér er á ferðinni þrívíddar "platform"leikur þar sem krakkarnir í Rugrats eru að sniglast í stóru kvikmyndaveri og lenda í alls kyns ævintýrum. Hér er á ferðinni leikur fyrir börn á öllum aldri...
Brunswick Bowling 4.299,-
Glænýr keiluleikur frá THQ. Leikurinn er gerður með leyfi Brunswick sem er einn stærsti framleiðandi á keiluvörum í heiminum. Mörg keppnisform eru í leiknum og er hægt að byggja upp feril.
Syphon Filter 2 3.999,-
Gabriel Logan og Liam Xing er mætt aftur í framhaldinu af Syphon Filter. Nú stýrir maður þeim báðum í gegnum leikinn, grafíkin er orðin miklu hreinni og betri. Hægt er að spila "multiplayer" eða á móti hvor öðrum og er hér eitthvert best heppnaða "multiplayer" fyrir PlayStation í leiknum. Þetta er LEIKURINN fyrir PlayStation...
Die Hard Trilogy 2 4.999,-
Framhaldið af Die Hard Trilogy er loks komið. Hér er á ferðinni þrír leikir í einum. Hraður og spennandi bílaleikur, skotleikur í þriðju persónu og síðast en ekki síst byssuleikur sem er hannaður til að vera spilaður með þeim byssum sem til eru sem aukahlutir fyrir PlayStation.
Theme Park World 4.999,-
Það er fátt skemmtilegra en að setja upp tívolí. Theme Park World er framhaldið af hinum magnaða Theme Park sem gerði allt vitlaust á sínum tíma. Fullkominn viðskiptahermir þar sem hægt er að beita ýmsum brögðum.
F1 2000 2.699,-
Formula 1 er að verða með vinsælli keppnisgreinum í heiminum í dag. EA Sports kemur hér með F1 2000 sem er eini Formula 1 leikurinn sem er með leyfi til að nota alla bíla, keppendur og brautir sem tilheyra 2000 tímabilinu. Kepptu um leið og atvinnumennirnir keppa í ár.
Tiger Woods PGA 2000 4.999,-
Tígurinn er hér mættur á nýjan leik í glænýrri uppfærslu af PGA Tour Golf leiknum frá EA Sports. Fjöldinn allur af kylfingum og völlum úr raunveruleikanum. Einn nákvæmasti golfleikur sem fáanlegur er á PlayStation.
Resident Evil : Gun Survivor 4.699,-
Hér tekur Resident Evil serían óvænta beygju. Resident Evil : Gun Survivor er leikur sem gerist í Resident Evil umhverfinu með þeim kvikindum sem við þekkjum þaðan, en hér er um að ræða byssuleik fyrir G-Con byssuna. Gagnrýnendur eru á einu máli um að hér sé dúndur sprengja á ferðinni...
Railroad Tycoon II 4.399,-
Vandaður viðskiptahermir þar sem takmarkið er að reisa járnbrautarveldi. Hér þarf að huga að mörgu og möguleikarnir óendanlegir. Þetta er leikur fyrir þá sem vilja hafa fyrir hlutunum.
Fear Effect 4.799,-
Magnaður skot og ævintýraleikur þar sem teiknimyndagrafík er í hávegum höfð. Skemmtilegur leikur fyrir alla spennufíkla. Margir telja þennan leik verða surprise titil ársins. Þennan leik má enginn láta framhjá sér fara. Hér er allt sem prýða á góðan tölvuleik.
Urban Chaos 4.799,-
Ef að Lara Croft og Dirty Harry myndu eignast afkvæmi myndi það heita Urban Chaos. Frábær leikur þar sem hasar og mögnuðum söguþræði er blandað saman. Urban Chaos er þriðju persónu skotleikur þar sem maður stýrir kvenmanni sem hefur lagt fyrir sig lögreglustörf í myrkri framtíð jarðarinnar.
Psychic Force 2 4.499,-
Magnaður slagsmálaleikur í fullkominni þrívídd. Leikurinn býður uppá fjöldann allan af karakterum og er hægt að spila leikinn á marga mismunandi vegu. Leikurinn er tekinn beint úr spilakassa og er talinn eiga eftir að fylgja vinsældum fyrri leiksins vel á eftir.
International Track & Field 2 4.599,-
Magnaður frjálsíþróttaleikur sem inniheldur fjöldann allan af mismunandi íþróttum. Hlaup, köst, stökk og alls kyns íþróttir. Leikur sem er pottþéttur fjölspilunarleikur.
Marvel vs Capcom 4.399,-
Hér mætasta heitustu teiknimyndahetjur Marvel hinum útúr svölu bardagahetjum Capcom leikjanna sem meðal annars innihalda Street Fighter seríuna. Skemmtilegur og fjölbreyttur slagsmálaleikur frá Capcom, sem fram af þessu hefur ekki klikkað.
Superbikes 2000 4.999,-
Hraðakstur á mótorhjólum. Allir bestu keppendur heimsins í þessum magnaða og hraða mótorhjólaleik frá EA Sports. Hægt er að spila heilt tímabil líkt og í raunveruleikanum. Allar brautirnar, keppendurnir og hjólin..
ISS Pro Evolution 4.999,-
Af mörgum talinn besti fótboltaleikur allra tíma. ISS Pro serían hefur farið sigurför um heiminn og er þessa nýjasta viðbót án nokkurs vafa sú lang besta hingað til.
Fighter Maker 4.899,-
Glænýr slagsmálaleikur þar sem hægt er að búa til sína drauma vígamenn. Þetta er einn af fyrstu leikjum Tecmo fyrirtækisins.
Warpath : Jurassic Park 5.199,-
Hér slást eðlur eins og þeim sér borgað fyrir það....þ.e.a.s. RISAEÐLUR. Öll kvikindin úr Jurassic Park myndunum berjast hér eins og þau eigi lífið að leysa. Mikið af brögðum, aukahlutum og karakterum. Tónlistin í leiknum er tekin úr Jurassic Park myndunum.
Vigilante 8 : The Second Offence 4.699,-
Einn svalasti leikur allra tíma. Hér er "eighties" tímabilinu gert góð skil í hröðum og spennandi bíla- og skotleik. Hér er takmarkið að eyða andstæðingnum og sprengja hreinlega allt í loft upp. Karakterarnir í leiknum verður hver og einn að sjá til að trúa hversu svalir þeir eru. Fjöldi mismunandi bíla eru í leiknum allt frá smábílum til almenningsvagna.
F1 World Grand Prix 99 4.699,-
Formula 1 leikur frá Eidos. Einn af þeim bestu á markaðnum í dag. Leikurinn skartar leyfi FIA. Góð grafík og hraður leikur.
NHL 2000 5.199,-
Hraður og spennandi. Íshokkí er frábær íþrótt til að spila á PlayStation. Íshokkíleikir eru í senn mjög hraðir og þarfnast mikillar útsjónasemi. NHL 2000 er úr EA Sports seríunni sem er mest selda íþróttasería allra tíma. Allir leikmenn og lið NHL deildarinnar eru í leiknum ásamt helstu landsliðum.
Medal of Honour 5.199,-
Án vafa "surprise" leikur síðasta árs. Þrívíddarskotleikur þar sem sögusviðið er Seinni Heimsstyrjöldin. Handritshöfundar Saving Privat Ryan sömdu handrit þessa leiks.
Shadow Madness 4.699,-
Hlutverkaleikur fyrir PlayStation.
Rally Championship 4.999,-
Meiriháttar flottur Rallíleikur með grafík sem storkar raunveruleikanum. Allar helstu keppnir og bílar rallíheimsins eru í leiknum. Leikurinn hefur víðast hvar hlotið meiriháttar góða dóma og er vísað í að rallíleikir hafi loks eignast nýjan konung.
Cool Boarders 4 4.499,-
Cool Boarders serían nær hér hámarki í þessum fjórða leik. Brautirnar eru orðnar nákvæmari og fleiri. Mikið af brettahöfðingjum til að velja úr og grafíkin hefur náð nýjum staðli. Magnaður leikur fyrir alla þá sem hafa gaman af vönduðum snjóbrettaleikjum.
Resident Evil 3 4.599,-
Þriðji leikurinn í hinni mögnuðu Resident Evil seríu er loks komin. Leikurinn hefur tekið stökum framförum í grafík og er hann sá mest spennandi fram að þessu. Leikurinn hefur fengið 10/10 í dóma í Official PlayStation Magazine. LEIKUR FYRIR ÞÁ SEM ÞORA !!!
Toy Story 2 4.499,-
Grallararnir Woody og Buzz eru hér saman komnir í bráðskemmtilegum þrívíddar platformleik. Þetta er leikur sem hentar öllum konum og köllum...
Eagle One Harrier Attack 4.999,-
Magnaður flugleikur fyrir PlayStation. Hér er allt lagt í sölurnar. Góð grafík spennandi herferðir. Vönduð myndskeið sem spinna áfram söguþráðinn. Eagle One Harrier Attack og Ace Combat 3 eru kóngar háloftanna á PlayStation....
Trasher 4.499,-
Hjólabrettaleikir hafa verið geysilega vinsælir á PlayStation uppá síðkastið og má þar nefna stórleiki eins og Tony Hawks Skateboarding og Street Skater. Nú hefur Take 2 fyrirtækið í samvinnu við Rockstar games gefið út leikinn Thrasher : Skate & Destroy. Rockstar fyrirtækið er helst þekkt fyrir að hafa gert leikinn Grand Theft Auto 2. Thrasher skartar magnaðri grafík og er leikurinn að margra mati mun raunverulegri en Tony Hawk. Fjölmörg borð eru í leiknum og gerist leikurinn í stórborgum víðs vegar um heiminn og má þar til dæmis nefna London, Los Angeles og New York. Til að klára hvert borð þarf maður að ná ákveðnum stigafjölda á vissum tíma, ef þér tekst ekki að ná stigunum áður en tíminn rennur út kemur lögreglan á eftir þér og kallar hún ekki allt ömmu sína.
Leikurinn hefur yfir 100 trick og getur maður spilað leikinn á sjö mismunandi vegu bæði margir saman eða einstaklings. Tónlistin í leiknum er gerð af tónlistarmönnum á borð við Public Enemy, Run DMC, Gang Starr, the Sugar Hill Gang og fleirum.

Frekari upplýsingar um leikinn má nálgast á heimasíðu leiksins
www.skateanddestroy.com
Tom & Jerry 3.199,-
Vinsælasti dúett síðan Magnús og Jóhann voru og hétu er loks komin á Color Gameboy. Þetta er fjölbreyttur og skemmtilegur "platform"leikur þar sem Tómas eltist við Jens og öfugt.
Earthworm Jim 3D 5.499,-
Jarðormurinn Jim hefur alltaf skotið upp kollinum öðru hverju í leikjaheiminum. Hér er á ferðinni þrívíddarútgáfa af Jim. Leikurinn er stútfullur af húmor og skemmtilegum athugasemdum sem Jim lætur frá sér. Hér er um að ræða "platform"leik sem hentar börnum á öllum aldri.
Centipede 4.499,-
Ormurinn Centipede kom fyrst fram í spilakössum um 1980, en nú hefur ormurinn verið tekinn í gegn og er hér á ferðinni einstök þrívíddarútgáfa af Centipede. Fjöldi valmöguleika og þar á meðal er hægt að spila gömlu spilakassa útgáfuna af leiknum.
Glover 4.999,-
Hanskinn Glover er mættur hér í glænýjum leik frá ATARI fyrirtækinu. Leikurinn er skemmtileg blanda af "platform"leik og þrautaleik. Frábær þrívídd og grafík prýða leikinn. Leikur þar sem allir fá eitthvað fyrir sinn snúð...
Pong 4.499,-
Leikurinn sem byrjaði tölvuleikjabytlinguna er hér komin í nýjum búning fyrir PC og PlayStation. Vel útfærð uppfærsla þar sem öll áhersla er lögð á fjörmikla spilun. Hér gildir því fleiri sem spila þeim mun meira fjör...
Championship Motocross 4.299,-
FRÁBÆR mótorhjólaleikur þar sem áherslan er Mótorcross. Leðja upp um alla veggi og þrumandi rokktónlist gera þennan leik einn af allra bestu kappakstursleikjum allra tíma. Spáið alvarlega í þennan.
Croc 2 4.999,-
Krókódíllinn Croc er hér mættur í annað sinn. Fjöldi nýrra óvina sem vilja búa til úr honum stígvél og veski. Mikið af nýjum borðum og er leikurinn gríðarlega STÓR. Leikurinn er gerður af FOX kvikmyndafyrirtækinu og er mjög vel gerður "platform"leikur fyrir yngstu kynslóðina.
Knock Out Kings 2000 4.999,-
Alveg sláandi leikur. Sem hefur slegið í gegn, en af öllum 5 aura bröndurum slepptum, þá er hér á ferðinni alvöru boxleikur þar sem allir helstu hnefaleikarar sögunnar eru og geta keppt saman. Hægt er að fara í hinar ýmsu keppnir og einnig er hægt að búa til sinn eigin hnefaleikara. Grafíkin hefur verið bætt til muna frá síðustu útgáfu.
Worms Armageddon 5.499,-
PARTÝLEIKUR ÁRSINS. Worms er fullkomið fjör í hvaða mannfagnað sem er. Worms er skotleikur þar sem hægt er að beita ýmsum brögðum. Því fleiri sem spila þeim mun meira fjör. Meðal vopna í vopnabúri ormanna er riðuveik rolla, eltiskeyti, vélbyssur, Ninja Reipi og loftárás. Þennan má ekki vanta í safnið.
Wu Tang : Taste the Pain 4.299,-
Hasar og slagsmál á heimsmælikvarða. Hér er á ferðinni slagsmálaleikur þar sem allir karakterarnir eru meðlimir úr hinu alræmda Rappbandi Wu Tang. Allt að fjórir geta slegist í einu í þessum vafasama leik sem bannaður er innan 16 ára. Leikurinn er aðeins til fyrir PlayStation.
Smurfs 4.499,-
Hér er á ferðinni skemmtilegur og flottur "platform"leikur um litlu bláu strumpana. Leikurinn er gerður fyrir yngstu kynslóðina og er geysilega vandaður, uppfullur af myndskeiðum af strumpunum og skemmtilegum og líflegum borðum. Leikurinn kemur aðeins fyrir PlayStation.
Fighting Force 2 4.699,-
Framhaldið af Fighting Force er loks komið. Hér er á ferðinni afkvæmi Löru Croft og Dirty Harry. Þrívíddarskot og hasarleikur þar sem hægt er að eyðileggja bókstaflega allt. Fjöldi vopna og kaos í hæðsta gæðaflokki. Góð lækning við stressi.
Le Mans 24 Hrs 4.499,-
Einn erfiðasti kappakstur í heimi er nú kominn á PlayStation og PC. Le Mans 24 hours er eins og nafnið gefur til kynna kappakstur sem stendur yfir í sólarhring og reynir heldur betur á úthald bílstjóra. Leikurinn hefur hlotið góða dóma og þykir mjög vandaður bílaleikur. Hægt er að spila 24 klukkustunda keppnina ef þú þorir og hefur úthald til...
EPGA Golf 4.599,-
European PGA Golf er glænýr golfleikur gerður af þeim sömu og hafa staðið að Actua Golf leikjunum. Leikurinn er mjög vandaður bæði hvað varðar grafík og gerð brauta. Fjöldi valla er í leiknum sem kemur aðeins út fyrir PlayStation.
Action Man 4.699,-
Magnaðasta hetja alheimsins er loks komin á PlayStation og PC. Action Man kallar ekki allt ömmu sína og sýnir hann það svo um munar í skemmtilegum og fjölbreyttum hasarleik þar sem ýmislegt ber á góma. Öll farartæki leiksins er hægt að fá í leikfangaformi. Leikurinn er gefinn út af Hasbro Interactive, þeim sömu og hafa framleitt Action Man leikfangið í fjölda ára.
Wipeout 3 4.199,-
Þriðji leikurinn í hinni ógnarhröðu WipeOut seríu. Hraði, spenna, góð grafík og tónlist hafa alltaf verið aðalsmerki Wipeout leikjanna og þessi svíkur ekki. Fyrir unnendur kappaksturs og hasarleikja. Leikurinn er gerður af Psygnosis fyrirtækinu og kemur aðeins fyrir PlayStation.
Gran Turismo 2 3.999,-
Gran Turismo er mættur aftur með yfir 500 gerðir af bílum sem hægt er að keppa á yfir 20 mismunandi brautum. GT2 er alvöru bílahermir sem nýtir sér Dual Shock tæknina til fullnustu. Leikurinn er á tveimur diskum og kemur aðeins fyrir PlayStation.
Ace Combat 3 4.499,-
Þriðji og nýjasti Ace Combat leikurinn. Frábær flugleikur sem hentar öllum þeim sem hafa gaman af vönduðum hasarleikjum. Fleiri þotur en í fyrri leikjum og grafíkin er snilld.
This is Football 3.899,-
Frá framleiðendum Total NBA kemur This is Football. Fótboltaleikur í fremstu röð. Leikurinn fékk 5/5 í Undirtónum. Einn sá raunverulegasti á markaðnum í dag.
Bugs Life Activity Centre 2.599,-
Maurarnir úr Bugs Life eru hér mættir í leik uppfullum af þrautum og gamani. Leikurinn er hin mesta skemmtun fyrir yngri kynslóðina.
Final Fantasy VIII 2.599,-
Snillingarnir hjá Squaresoft koma hér með magnaðasta leik allra tíma. Final Fantasy VIII er einn með öllu. Algjört möst. Leikurinn er á 4 geisladiskum.
Magical Tetris Challenge 3.599,-
Mikki mús, Andrés önd, Guffi og félagar eru hér saman komnir í bráðskemmtilegri útgáfu af Tetris. Tveir geta spilað í einu.
Pac Man World 4.299,-
Heillakrákan Pac Man átti 20 ára afmæli fyrir stuttu og í tilefni af því var leikurinn Pac Man World útgefinn. Leikurinn er þrívíddar Platformleikur í anda Crash Bandicoot. Upprunalega útgáfan af Pac Man fylgir einnig.
Buster & the Beanstalk 3.999,-
Skemmtilegur ævintýraleikur fyrir yngstu kynslóðina. Leikurinn byggir á karakterum úr Tiny Toon smiðju Steven Spielberg.
Chocobo Racing 4.599,-
Furðufuglarnir Chocobo úr Final Fantasy 7 hafa hér fengið sinn eigin leik. Leikurinn er kappakstursleikur þar sem fuglarnir berjast við félaga sína um að verða meistarinn. Hægt er að beita göldrum og hinum ýmsu brellum til að sigra.
Formula 1 99 3.899,-
Nýjasta útgáfa Formula 1 frá Psygnosis. Leikurinn býður uppá alla nýjustu bílstjóranna, brautirnar og bílana. Grafíkin hefur einnig verið bætt til muna.
Um Jammy Lammy 4.499,-
Framhaldið af PaRappa the Rapper. Hér þarf maður að hjálpa Jammer Lammy að yfirvinna hinar ýmsu þrautir og er það gert með því að halda takti í gítarspili kappans. Mjög öðruvísi leikur með töluvert hátt skemmtanagildi.
Kingsleys Adventure 3.899,-
Þrívíddar platformleikur um refinn Kingsley. Til að bjarga ávaxtaveldinu þarf Kingsley að berjast við hinn illa sinnep. Leikurinn er gríðarlega stór og fjölbreyttur.
Crash Team Racing 3.899,-
Fjórði leikurinn um Crash Bandicoot hefur loks litið dagsins ljós. Crash Team Racing er bílaleikur þar sem allt að fjórir geta spilað í einu. Topp partýleikur.
Barbie Race and Ride 2.599,-
Glæsipían Barbie er loks komin á PlayStation. Barbie Race and Ride er leikur fyrir ungar stúlkur sem gaman hafa af fallegum og skemmtilegum leikjum.
Dino Crisis 4.899,-
Frá framleiðendum Resident Evil kemur hinn magnaði Dino Crisis. Nú eru það ógnarstórar og grimmar risaeðlur sem skapa óhugnaðinn og spennuna. Leikurinn heldur fast í Resident hefðina. Leikurinn er ekki við hæfi viðkvæmra sála. BANNAÐUR INNAN 18.
Mission Impossible 4.199,-
Phelps og félagar hér komnir í glænýjum njósnaleik. Leikurinn er gríðarlega fjölbreyttur. Söguþræði myndarinnar er fylgt eftir. Spennandi leikur fyrir alla þá sem unna fjölbreyttum og flottum leikjum.
Spyro 2 4.499,-
Bleiki drekinn Spyro er mættur enn og aftur. Official PlayStation Magazine gefur leiknum 10 af 10. Platform leikur sem er nauðsynlegur í öll betri leikjasöfn. Spyro 2 skartar fleiri karakterum og verkefnum en áður.
Fifa 2000 4.399,-
Margir telja Fifa 2000 besta fótboltaleik allra tíma. Allar stærstu deildarkeppnir heimsins. Sala og kaup leikmanna. Þessi nýjasti fótboltaleikur EA Sports hefur slegið í gegn.
Tomb Raider The Last Revelation 4.199,-
Brjóstabomban kemur hér í sínum fjórða leik og hefur allt verið sett í þennan lokakafla um Löru Croft. Nú er hægt að setja þá hluti sem maður heldur á saman og búa til úr þeim vopn og aðra hjálplega hluti. Enn betri grafík. Enn meira fjör.
Ape Escape 4.299,-
Það er fátt skemmtilegra í þessu lífi enn að veiða apa, því fá þeir að kynnast sem spila Ape Escape. Leikurinn er sérhannaður fyrir Dual Shock stýripinnan frá Sony. Þetta er einn frumlegasti og skemmtilegasti platformleikur sem komið hefur fram í langan tíma. Engin eftiröpun heldur er maður á eftir öpum.
V Rally 2 4.999,-
Fyrst kom Colin McRae Rally, síðan kom V Rally, en nú kemur V Rally 2 og keyrir yfir alla fyrri rallý leiki. Bílaúrvalið, fjöldi brauta, mögnuð grafík og hraði setja þennan leik fremstan í flokk bílaleikja. Leikurinn hefur víðast hliotið frábærar viðtökur og hefur enn ekki birst dómur um hann sem er undir 90%.
Silent Hill 4.799,-
Ef að gæsahúð er þitt uppáhald, þá er Silent Hill leikurinn fyrir þig. Spenna, hryllingur og geggjuð tónlist leiksins fá hörðustu manneskjur til að gera á sig. Söguþráður leiksins er vandaður og grafík eins og best verður á kosið. Official PlayStation Magazine gefur leiknum 10 af 10 mögulegum.
Bugs Bunny Lost in Time 2.499,-
Vinsælasta kanína heimsins , Bugs Bunny, er loks komin í tölvuleikjaform. Allir karakterarnir úr teiknimyndunum koma við sögu svo sem Elmer Fudd og Yosamite Sam. Platformleikur í fullri þrívídd. Mikið af myndskeiðum sem fleyta söguþræðinum áfram. Hjálpaðu Bugs að komast aftur til síns heima.
Syphon Filter 4.599,-
Frá þeim sömu og hafa gert Rally Cross og Cool Boarders, kemur hasarleikur í anda Tomb Raider. Syphon Filter setur þig í spor leyniþjónustumanns sem kallar ekki allt ömmu sína. Grafík og "gameplay" upp á 10, hér er enginn svikinn.