Tölvuleikir
6. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýtt - væntanlegt
Verðlaunaplötur
Tilboðshorn
  Flokkar
Playstation
Playstation platinum
PC-leikir
Ódýrir PC leikir
Fræðsluefni PC
Dreamcast
Nintendo 64
Game Boy
  Annað
2 fyrir 2000
Íslenskir tónar
Íslensku tónl.verðlaunin
Safnplötur
Barnaefni
Íslensk klassík
  PS 2
Um PS 2
Fréttir
Væntanlegir leikir
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir

Titill Verð
   
Street Fighter Alpha 3  
Nýjasti Street Fighter leikurinn fyrir Dreamcast. Mögnuð grafík....ótrúlega margir mismunandi bardagamenn og brögð í hundruðavís...Dreamcast hefur loksins fengið alvöru Street Fighter leik...
Powerstone 2 4.299,-
Magnaður slagsmálaleikur frá snillingunum hjá Capcom. Þú getur tekið upp alla hluti í umhverfinu, notað hin ýmsu farartæki og gert bókstaflega það sem þig langar til í þessum undraverða slagsmálaleik. Allt að fjórir geta spilað leikinn í einu. Án vafa besti slagsmálaleikurinn fyrir Dreamcast..
Nightmare Creatures 2 4.899,-
Geðveikur vísindamaður ætlar að taka yfir Parísarborg....og þar næst heiminn...en fyrrum tilraunadýr hans reynir að stoppa hann og það ert þú...Frábær leikur stútfullur af hryllingi og spennu. Grafíkin er ótrúleg og fjöldi óvina gríðarlegur...tekst þér að bjarga París og stoppa hinn undarlega vísindamann ??
Sidney 2000 4.499,-
Leikur Ólympíuleikanna, frábær íþróttaleikur þar sem maður þarf að taka á öllu sínu til að vinna gullið. Hægt er að spila sem þjálfari íþróttamannanna eða sem sjálfur íþróttamaðurinn og þarf maður að berjast í gegnum hinar ýmsu greinar. Endalausir möguleikar, mögnuð grafík og öll stemningin frá Sydney hér í einum pakka á Dreamcast.
Street Fighter 3 Double Impact 4.999,-
Tveir leikir í einum pakka. Street Fighter serían nær hér algjöru hámarki með tveim nýjum leikjum beint úr spilakössunum. Capcom hefur ekki klikkað í slagsmálaleikjunum hingað til og eftir þá liggur Dreamcast leikurinn PowerStone...
Walt Disney World Racing 4.499,-
Go Kart leikur þar sem maður getur valið um allar helstu persónur Disney í gegnum tíðina. Margar brautir og fjöldi bíla. Einn frábær fyrir börn á öllum aldri...
Star Wars Episode 1 Racer 4.599,-
Racer er byggður á nýjustu Star Wars myndinni, the Phantom Menace. Hér er á ferðinni ótrúlega hraður kappakstursleikur þar sem maður geysist um hinar ýmsu plánetur úr Star Wars myndunum. Leikurinn nýtir sér getu Dreamcast vélarinnar til fullnustu. Einn nauðsynlegur í safnið....
Sword of the Berserk 4.499,-
Hér fær maður smjörþefinn af því að ganga berserksgang með mjög beitt sverð. Mjög safaríkur slagsmála og hasarleikur þar sem reiður maður með sverð spilar stórt hlutverk...
Code Veronica 4.399,-
Framhaldið af Resident Evil. Code Veronica kemur aðeins út á Dreamcast. Frábær leikur stútfullur af spennu og hryllingi. Ekki fyrir viðkvæmar sálir..
Tomb Raider 4.499,-
Nú er Lara Croft og öll brjóstin hennar loks komin á Dreamcast. Grafíkin hefur verið tekin í gegn og skín hreinlega af þessum afbragðsleik frá Eidos.
Slave Zero 4.999,-
Sögusviðið er framtíðin í þessum þriðju persónu skotleik. Maður tekur að sér hlutverk Slave Zero, vélmenni sem þjónar illum öflum, en nær að brjótast úr ánauðinni og snýst gegn fyrri húsbónda sínum. Magnaður skotleikur með ÓTRÚLEGRI þrívíddargrafík...
Deadly Skies 5.499,-
Flottur flugleikur fyrir Dreamcast vélina. Loftfimleikar og hasar. Þessi býður uppá allt mögulegt.
Soul Reaver 4.999,-
Soul Reaver spilast í þriðju persónu líkt og Tomb Raider leikirnir. Hér er á ferðinni geysilega öflugur hasar og ævintýraleikur þar sem maður tekur að sér hlutverk vampíru sem kallar ekki allt ömmu sína. Þetta er leikur fyrir þá sem þora....
Soul Fighter 4.999,-
Þrívíddar skot og hasarleikur fyrir Dreamcast.
Fighting Force 2 4.999,-
Óskilgetin sonur Löru Croft og Dirty Harry. Fighting Force 2 er leikur sem inniheldur gígantíska eyðileggingu. Frábær þrívíddarleikur með ótal stórum borðum og mögnuðum óvinum. Slagsmála og ævintýraleikur eins og þeir gerast bestir.
Millenium Soldier 3.199,-
Bullandi hasar. Millenium Soldier er einn magnaðasti skotleikur sem um getur. Hér eru sprengingar og skotbardagar daglegt brauð....niðurskorið.
UEFA Striker 3.199,-
Talinn einn af bestu fótboltaleikjum ársins 1999. Félagslið og landslið. Einnig er hægt að stýra klassíkum liðum úr sögu knattspyrnunnar. Leikurinn skartar leyfi UEFA.
Pen Pen 4.999,-
Skemmtilegur "platform"leikur fyrir alla aldurshópa. Mjög fjölbreyttur leikur sem á heima á hverju Dreamcast heimili.
Powerstone 3.199,-
Magnaður slagsmálaleikur frá framleiðendum Street Fighter leikjanna. Frábær þrívíddargrafík þar sem hægt er að nýta sem ýmsa hluti úr umhverfinu.
Blue Stinger 3.199,-
Magnaður ævintýra og hasarleikur frá Activision. Hér er hasar og spenna í aðalhlutverki. Leikur fyrir þá sem þora. Dreamcast ljómar með þennan í.