Sölugluggi
11. október 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Möguleikar
Að kaupa

Sendu vini þínum gjöf

Skrifaðu þína eigin umsögn
  Toppurinn...
... í rokki
... í poppi
... í rappi
... í dansi
... í klassík
... í jassi/blús
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýjar sendingar
Nýtt - væntanlegt
Tilboðshorn
  Annað
Safnplötur
Kvikmyndatónlist
Verðlaunaplötur
Bara það besta
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir
Ýmsir
Í dalnum: Eyjalögin sívinsælu
Útgefandi: Íslenskir tónar Verð: 1.000,-
Flokkur: CD ÍSL.
Vörunúmer:
IT010

 

 Lagalisti:

01. Í dalnum – Hreimur og Lundakvartettinn
02. Þú veist hvað ég meina mær – Skítamórall
03. Sumarnótt – Greifarnir
04. Alltaf á Heimaey – Hálft í Hvoru
05. Daga og nætur – Eyjólfur Kristjánsson og Bryndís Ólafsdóttir
06. Þjóðhátíð í Eyjum – Geirmundur Valtýsson og Eyjólfur Kristjánsson
07. Í brekkunni – Bræðurnir Brekkan
08. Síðasti dansinn – Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttir
09. Út í Elliðaey – Hljómsveit Stefáns P
10. Eyjan mín bjarta – Gylfi Ægisson

  11. Ég veit þú kemur – Elly Vilhjálms
12. Ágústnótt – Sextett Ólafs Gauks
13. Út í Eyjum – Stuðmenn
14. Pípan (Ástarljóð) – Sjöund
15. Komum fagnandi – Ívar Bjarklind
16. Kvöldsigling – Ólafur Þórarinsson
17. Sprangmenn – Heim á ný
18. Minning um mann – Logar
19. Sálarflækja – Papar
20. Nú meikarðu það Gústi – Gústi

 Um plötuna:

Þjóðhátíð Vestmannaeyja - nafnið eitt og sér, kallar fram ótal litbrigði tilfinningaflórunnar, þótt rómantíkin eigi þar oftar en ekki hlut að máli. Það er hreint með ólíkindum hvað hún getur togað fast og lengi þessi Þjóðhátíð, því um leið og sól fer að hækka á lofti er aðeins byrjað að kippa í. Hún er í raun eins og góður laxveiðimaður sem með þolinmæði fangar bráðina. Þjóðhátíðin fær nú reyndar hjálp við veiðimennskuna því á hverju ári er samið lag um þetta undurfagra ævintýr. Þessi lög fjalla flest öll um sama efnið, nefnilega hátíðina sjálfa, ákaflega ríka af hefðum og siðum sem hafa haldist svo áratugum skiptir. Þessi lög byrja að heyrast oftar eftir því sem líða tekur á sumarið og í júlíbyrjun kemur nýtt þjóðhátíðarlag, nýtt agn sem hressir upp á stemninguna og fangar nýja gesti á hátíðina. Þeir sem á annað borð hafa farið á Þjóðhátíð vita við hvað er átt, en hinir... þeir verða hreinlega að upplifa ævintýrið.


Þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja hafa verið fastur liður á hátíðinni í yfir sextíu og fimm ár en fyrsta þjóðhátíðarlagið telja Eyjamenn yfirleitt vera Setjumst að sumbli sem var Þjóðhátíðarlag árið 1933 og er eftir Oddgeir Kristjánsson við ljóð Árna úr Eyjum. Oddgeir átti lengi vel nánast hvert einasta lag, við ljóð valinkunnra manna á borð við Ása í bæ, Loft Guðmundsson og Árna úr Eyjum. Mörg laga Oddgeirs hafa lifað og eru í dag talin tónlistarperlur. Á síðustu áratugum, eftir að krafta Oddgeirs og Ása naut ekki lengur við, var brugðið á það ráð að efna til samkeppni um Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja. Við það myndaðist ný flóra þjóðhátíðarlaga, laga sem sum hver hlutu ekki náð fyrir eyrum dómnefndanna í hvert sinn, en kalla eigi að síður fram minningar frá Þjóðhátíð. Þessi lög hafa mörg hver komið út á hljómplötum og geislaplötum fyrir tilstuðlan laga- og textahöfundanna og náð alla leið í gegn. Frægast þessara laga er væntanlega lag Stuðmanna, Út í Eyjum, sem barst of seint í samkeppnina 1982 en varð óopinbert Þjóðhátíðarlag þess árs og átti kvikmyndin Með allt á hreinu þar líklega stærstan hlut að máli.


Öll eiga þjóðhátíðarlögin það sameiginlegt að vera börn síns tíma, þótt þau eldist misvel. Á þessari safnplötu hefur verið reynt að safna saman lögum sem hafa ekki komið út á geislaplötu áður og síðan er það nú einu sinni svo að safnplata Þjóðhátíðarlaga án þátttöku Oddgeirs og Ása, væri undarleg afurð. Einnig þótti okkur tilvalið að setja á þessa safnplötu lög sem ekki hafa verið fáanleg á geislaplötum en hafa verið sungin á Þjóðhátíð í mörg ár. Má þar nefna Pípuna með hljómsveitinni Sjöund og lag Bjartmars Guðlaugssonar, Nú meikarðu það Gústi með hinum eina og sanna Gústa, að ógleymdu ÍBV-laginu, sem hefur laðað fram Þjóðhátíðarstemningu hjá áhangendum Eyjamanna á fótboltavellinum undanfarin tvö ár. Því miður var ekki unnt að setja öll Þjóðhátíðarlögin á þessa einu plötu enda var ekki ætlunin að platan yrði tæmandi, til þess er af alltof mörgu að taka.

Gleðilega hátíð

Bjarni Ólafur Guðmundsson

 Umsagnir
Sigurdur Hallvardsson
  Frábær geisladiskur! Hlustadu à Hreim og Lundakvartettinn (Í Dalnum). (25.11.1999)
Ragnheiður Gunnarsdóttir
  Þetta er alveg frábær geisladiskur en ekki hlusta á Hreim og lundakvartettinn.
(30.1.2000)
Sigrún Ósk Guðbrandsdóttir
  Þetta er alveg frábær plata sem allir ættu að eiga, sérstaklega þú. Ég hef heyrt öll eyjalögin og öll eru góð!!!!!!!!!! (24.2.2000)