Sölugluggi
11. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Möguleikar
Að kaupa

Sendu vini þínum gjöf

Skrifaðu þína eigin umsögn
  Toppurinn...
... í rokki
... í poppi
... í rappi
... í dansi
... í klassík
... í jassi/blús
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýjar sendingar
Nýtt - væntanlegt
Tilboðshorn
  Annað
Safnplötur
Kvikmyndatónlist
Verðlaunaplötur
Bara það besta
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Dans gleðinnar
Útgefandi: Íslenskir tónar Verð: 2.499,-
Flokkur: CD ÍSL.
Vörunúmer:
IT012

 

 Lagalisti, plata 1:

01. Einbúinn 3:17
02. Ég labbaði í bæinn 2:42
03. Lítill drengur 3:48
04. Angelía 3:03
05. Litla sæta ljúfan góða 2:50
06. Árið 2012 2:28
07. Einu sinni var 2:49
08. Ég fer í nótt 2:58
09. Hlustið á mig 2:26

  10. Frostrósir 2:38
11. Svefnljóð 2:52
12. Þú átt mig ein 3:15
13. Einni þér ann ég 2:44
14. Heimkoman 2:51
15. Sjómannsvísa 3:17
16. Í grænum mó 2:15
17. Þórður sjóari 2:44
18. Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin 4:54

 Lagalisti, plata 2:

01. Bíddu pabbi 2:48
02. Söknuður 3:17
03. Vor í Vaglaskógi 2:51
04. Það er bara þú 2:26
05. Lítill fugl 2:49
06. Myndin af þér 4:06
07. Það er svo skrýtið 3:19
08. Pólstjarnan 2:47
09. Raunasaga
10. SOS ást í neyð 2:17

  11. Hún hring minn ber 3:08
12. Hrafninn 3:49
13. Við sundin 2:33
14. Þú ert vagga mín haf 2:26
15. Sumarauki 2:30
16. Sumarnótt í Reykjavík 2:16
17. Í rúmi og tíma 4:08
18. Dans gleðinnar 3:55
19. Manni 3:56

 Um plötuna:

Úrval vinsælustu laga eins af okkar dáðustu söngvurum, Vilhjálms Vilhjálmssonar, er nú fáanlegt á tvöfaldri geislaplötu. Áður höfðu komið út plötur sem innihéldu bestu lög Vilhjálms en þessi útgáfa er mun vandaðri, sérstaklega þó hvað varðar hljómgæði. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hinar fyrri komu út hafa komið í leitirnar segulbönd sem hafa að geyma frumeintök af lögum Vilhjálms og voru þau nýtt við gerð þessarar plötu.

Það má flokka tónlistarferil Vilhjálms Vilhjálmssonar í fimm skeið. Fyrsta tímabilið var á skólaárum hans norður á Akureyri; í Busabandinu og Hljómsveit Ingimars Eydal. Þar tók hann út þroska sinn sem bassaleikari og söngvari og lærði á bransann. Næst var Röðulstímabilið með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar; hann sjóaðist í ballspilamennsku og útvarpsupptökum. Þriðja tímabilið var þegar flugbakterían náði tökum á honum og hann sagði skilið við íslenska ballbransann. Þetta tímaskeið mætti nefna dúettatímabilið. Fjórða tímabilið spannaði síðustu fjögur æviár Vilhjálms, þegar hann stefndi í að því að verða fullþroska listamaður. Þegar Vilhjálmur kvaddi þessa jarðvist, tveimur vikum fyrir 33. afmælisdag sinn vorið 1978, hófst fimmta tímaskeiðið. Frá þeirri stundu hefur tónlist Vilhjálms haldið áfram að hljóma og aldrei verið í meiri metum en einmitt núna.

Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist 11. apríl 1945, tæpu ári eftir að íslenska þjóðin fagnaði sjálfstæði sínu. Snemma kom í ljós að þessi drengur var næmur á tónlist, enda faðir hans, Vilhjálmi Hinrik Ívarssyni í Merkinesi í Höfnum, kunnur harmonikuleikari og söngvari í sinni sveit. Hæfileikarnir leyndu sér heldur ekki hjá dótturinni Elly, sem varð þjóðkunn söngkona löngu á undan Vilhjálmi bróður sínum. Vilhjálmur, sem var yngstur fimm systkina, var ekki á þeim buxunum að feta tónlistarbrautina. Honum sóttist námið í Gagnfræðaskóla Keflavíkur vel og stefndi á langskólanám. Hann tók landspróf frá Laugavatni, var síðan einn vetur á Ísafirði áður en hann innritaðist í Menntaskólann á Akureyri haustið 1961. Þegar það kvisaðist að bróðir Ellyjar Vilhjálms væri sestur á skólabekk nyrðra, þótti bera vel í veiði. Þetta hlaut að vera efnilegur söngvari. Meðlimir Busabandsins báru í víurnar við Vilhjálm, sem leist ekki meira en svo á blikuna, en lét loks undan eftir mikla eftirgangsmuni félaganna. Vilhjálmur hafði enga trú á tónlistarhæfileikum sínum, þó hann hefði gripið í trommur á þorrablóti suður í Höfnum árið áður. Stuttu síðar var hann skikkaður til að læra á kontrabassa á einum degi og svo hófst alvara lífsins. Vilhjálmur stóð undir væntingum sem bassaleikari og söngvari. Um tíma söng Þorvaldur Halldórsson einnig í Busabandinu, en hann hætti í 5. bekk þegar Ingimar Eydal réð hann í sveit sína. Vilhjálmur fylgdi fordæmi Þorvaldar og starfaði með Hljómsveit Ingimars um leið og hann stundaði menntaskólanámið af kappi. Eftir stúdentspróf kenndi hann ensku við Gagnfræðaskóla Akureyrar og spilaði á böllum á kvöldin.

Haustið 1965 gerði Ingimar Eydal samning við Svavar Gests um útgáfu á tveimur fjögurra laga EP plötum. Hljómsveitin skrapp suður síðustu dagana í september og hljóðritaði 8 lög á einu bretti. Lauk upptökunum í október byrjun og kom fyrri EP platan út fyrir jólin 1965 og seinni platan eftir áramótin. Þegar lögin af plötunum fóru að hljóma í útvarpinu var Vilhjálmur hættur í hljómsveitinni. Hann hafði skráð sig í lagadeild Háskóla Íslands eins og Arnmundur Backman vinur hans úr Busabandinu. Það liðu aðeins tveir mánuðir þar til hann skipti yfir í læknisfræði. Vilhjálmur hafði eignast son árið 1963 með fyrstu eiginkonu sinni og heimilishaldið kallaði á fastar tekjur. Þegar Magnúsar Ingimarsson stofnaði hljómsveit sína í ársbyrjun 1966 fékk Vilhjálmur fasta stöðu. Hljómsveitin lék fyrir dansi á veitingahúsinu Röðli öll kvöld vikunnar. Ennfremur kom hún reglulega fram í skemmtiþáttum Svavars Gests í útvarpinu og síðar meir í þáttum sem Magnús stjórnaði sjálfur. Hljómsveitin lék aðallega erlenda slagara við íslenska texta, oft kántrýsöngva sem Vilhjálmur hafði mikið dálæti á. Komu nokkur þessara laga út á tveimur 45 snúninga plötum, en eftir að Vilhjálmur lést kom út breiðskífan Fundnar hljóðritanir, með nokkrum þeirra laga sem heyrðust í útvarpsþáttum hljómsveitarinnar.

Eftir að sjónvarpið hóf göngu sína 1966, kom hljómsveitin nokkrum sinnum fram í skemmtiþáttum þessa nýja miðils. Tónlistin krafðist mikilla fórna af Vilhjálmi, hann hætti í læknisfræðinni eftir tveggja ára nám og hjónabandið rann út í sandinn þegar Vilhjálmur gerði tónlistina að fullu starfi árið 1967.

Þó svo að Vilhjálmur væri jafnaldri Gunnars Þórðarsonar og Rúnars Júlíussonar, forsprakka bíthljómsveitarinnar Hljóma, var hann á allt öðru tónlistarlegu róli en þeir. Það var ekki fólk á hans aldri sem hlustaði á söng Vilhjálms, hann tilheyrði einfaldlega ekki bítlakynslóðinni og var gjarnan borinn saman við Hauk Morthens, Alfreð Clausen og Sigurð Ólafsson. Þennan samanburð stóðst hann með prýði ólíkt flestum söngvurum af yngri kynslóðinni. Vilhjálmur féll eldri áheyrendum betur í geð en jafnöldrum hans og sú staða styrktist enn frekar með plötunni Systkinin árið 1969. Þegar plata þeirra Vilhjálms og Ellyjar kom út, fóru framsæknir straumar um poppgeirann í kjölfar umbrotanna sem stofnun Trúbrots olli. Vilhjálmur hafði fullan hug á að ná hylli yngri áheyrenda en nú tóku ný hugðarefni við. Hann hafði fallið fyrir fluginu, dreif sig til Bandaríkjanna og lauk flugnámi á einu ári. Eftir það fluttist hann búferlum til Lúxemborgar um mitt ár 1970, ásamt annarri eiginkonu sinni. Áður en Vilhjálmur yfirgaf landið, söng hann inn á tvær 12 laga plötur með Elly systur sinni. Innihélt önnur þeirra lög Sigfúsar Halldórssonar og hin lög Freymóðs Jóhannssonar, tónskáldsins sem kallaði sig 12. September. Eftir það hvarf Vilhjálmur af vettvangi tónlistarinnar um nokkurra ára skeið á meðan hann flaug um allan heim á vegum Luxair. Vilhjálmur gaf sér þó tíma til að syngja inn á 12 laga sóló plötu og tvær smáskífur þegar hann skrapp heim í frí, þannig að söngur hann gleymdist aldrei alveg.


Enn á ný urðu kaflaskil í lífi Vilhjálms þegar hann kynntist þriðju eiginkonu sinni í árslok 1974. Þau fluttust heim til Íslands, Vilhjálmur stundaði flug hjá Sverri Þóroddssyni og kenndi hjá Flugskóla Helga Jónssonar. Um þetta leyti var Hljóðriti, fyrsta fjölrása hljóðverið á Íslandi, að rísa suður í Hafnarfirði, þar sem Vilhjálmur bjó eftir heimkonuna. Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson voru að gera fyrstu Mannakornsplötuna og fengu Vilhjálm til að syngja þrjú laga plötunnar. Vilhjálmur var vanur því frá fyrri tíð að láta fyrstu upptöku standa, sem kallað var, þegar hann var að taka upp. Það tíðkaðist varla að leiðrétta mistök eða eyða miklum tíma í að gera hlutina mörgum sinnum. Með tilkomu fjölrása tækninnar gafst færi á að nostra við hlutina, taka sönginn upp aftur og aftur og gera ýmiskonar tilraunir. Vilhjálmur heillaðist af þessari tækni. Hann leitaði til helstu lagasmiða af sinni eigin kynslóð og bað þá um að semja lög við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Einnig valdi hann kunn lög frá fyrri tíð eftir Svavar Benediktsson og Ágúst Pétursson og úr varð platan Með sínu nefi. Þar með hófst samstarf Vilhjálms og Magnúsar Kjartanssonar og næsta verkefni, Hana nú, var enn metnaðarfyllra, því Vilhjálmur gekk skrefinu lengra og samdi alla textana sjálfur. Loksins virtist Vilhjálmur vera búinn að finna sinn rétta sess í tónlistarheiminum. Platan var aðeins búin að vera á markaðnum í nokkra mánuði þegar Vilhjálmur fór að leggja drög að næsta verkefni. Hann ætlaði að syngja gömlu lögin sín aftur og nýta hina nýju tækni til þess að gera enn betur en áður, en honum tókst ekki að láta þann draum rætast. Þegar vinnan var á byrjunarstigi var Vilhjálmur beðinn um að skjótast til Lúxemborgar á vegum Arnarflugs og aðstoða íslenska ferðamenn sem voru strandaglópar vegna vélabilunar. Vilhjálmur var öllum hnútum kunnugur þar í borg og tók þessari málaleitan vel. En hann snéri ekki heill heim úr þeirri ferð því hann lést í bílslysi í Lúxemborg 28. mars 1978.


Þegar kallið kom var Vilhjálmur með ýmislegt á prjónunum. Hann hafði tekið tónlistina aftur í sátt, var að þróa textasmíðar sínar og hver veit nema hann hafi einnig átt lög í pokahorninu sem biðu síns tíma. Þau fáum við aldrei að heyra, því hann var hrifinn á brott áður en þau fengu að blómstra.



Jónatan Garðarsson



 Umsagnir
Herdís Anna Jónasdóttir
  Vilhjálmur er frábær, vér efumst ekki um það...! (29.4.2000)
Gunnar ´Óli Gunnarsson
  Dans Gleðinnar var ánægjuleg hlustun. Olli hann ekki vonbrigðum en þó fannst mér vanta nokkur af hans bestu lögum. Annar diskurinn er ívið betri enda þar hans frægustu lögi: Bíddu pabbi og Söknuður. **** (27.12.1999)