DVD
13. desember 2000


 
Innkaupakarfa: 0 stk.   










  Til baka á forsíðu
  Ýmislegt
Skoða flokka
Vinsældarlistar
Mælt með
Nýtt - væntanlegt
Verðlaunaplötur
Tilboðshorn
  Flokkar
Spennumyndir
Gamanmyndir
Drama
Barnaefni
Þættir
Tónlist
  Bónusklúbbur
Hvað er það?
Skráðu þig hér
Meðlimir

Netverslun Skífunnar býður upp á allar þær spennumyndir á DVD sem eru á annað borð fáanlegir í verslunum hér á landi. Hér höfum við hins vegar tekið saman nokkrar góðar myndir til að skoða í einni svipan, svona til að létta þér lífið ... og valið.

Titill Verð
   
Red Dawn 2.599,-
Ein af fyrstu myndum Patrick Swayze frá 1984, Charlie Sheen fer einnig með stórt hlutverk í myndinni.
Snow Falling On Cedars 2.599,-
Myndin gerist níu árum eftir stríðslok. Sjómaður einn finnst látinn við hlið báts síns með svöðusár á höfði sem líklega leiddi til drukknunar hans. Annar sjómaður af japönskum ættum hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðið. Við fáum síðan að fylgjast með réttarhöldum yfir manninum, en inn í söguna tvinnast ástarsaga sem á í raun eftir að ráða úrslitum í málinu. Frábær mynd sem allir ættu að sjá.
FX II 2.599,-
Framhald af FX. Tveir tæknibrellumeistarar snúa bökum saman og nota tæknibrellur sínar til þess að rannsaka morð á lögreglumanni. Þessi mynd er ekki síðri en sú fyrsta.
FX 2.599,-
Tæknibrellumeistari er ráðin af ríkisstjórninni til þess að sviðsetja morð á glæpamanni. En þegar ríkisstjórnin svíkur hann svo nýtir hann tæknibrellur sínar til þess að snúa baki við þeim. Frábær sakamálamynd.
You Only Live Twice - Bond 2.599,-
Frábær James Bond mynd frá 1967 með Sean Connery í aðalhlutverki.
Platoon 2.599,-
Frábær mynd í leikstjórn Olivers Stone, myndin á sér stað í Víetnam og fjallar um baráttu hermanna fyrir lífi sínu. Frábærir leikarar eru í myndinni meðal annars, Charlie Shean, Tom Berenger og Willem Dafoe.
Missing In Action 2.599,-
Leikstjóri: Joseph Zito. Aðalhlutverk: Chuck Norris. Lengd: 101 mín. Útgáfuár: 1984. Aldurstakmark: 16 ára. Colonel Braddock (Chuck Norris) sem að flýr stríðsfangabúðir fer aftur til Víetnam til þess að reyna að bjarga öðrum föngum til þess að sanna það að það eru margir MIA menn sem enn er haldið föngum. Frábær Stríðsmynd.
Sleepwalkers 2.599,-
Leikstjóri: Stephen King. Aðalhlutverk: Brian Krause og Madchen Amick. Lengd: 91 mín. Útgáfuár: 1992. Aldurstakmark: 16 ára. Frábær mynd eftir leikstjórann Stephen King. Góð hrollvekja sem lætur hárin rísa á bakinu á þér.
Fright Night 2.599,-
Þegar unglingsstrákur uppgvötar það að strákurinn í næsta húsi er vampíra, þá vill engin trúa honum.
Wargames 2.599,-
Ungur tölvunörd kemst óvænt yfir súpertölvu sem ræður yfir kjarnorkuflaugum, hann er þar komin með óvænt vopn í hendurinar, spurningin er, getur hann komið af stað þriðju heimstyrjöldinni
Men In Black - Collectors Edition 2.599,-
Collector´s Series er heitasti DVD diskur 21. aldar. Það eru þeir Tommy Lee Jones og Will Smith sem fara á kostum í hlutverkum þeirra K og J, leyniþjónustumanna sem eru svo leynilegir að jafnvel fyrrverandi starfsfélagar þeirra vita ekki að þeir eru til. Starf þeirra er í því fólgið að fylgjast með og hafa stjórn á hundruðum þúsundum sem hafa streymt til jarðar og óskað eftir búsetu þar. Enginn almennur jarðarbúi veit af því að þessar verur séu mitt á meðal þeirra, enda taka flestar verurnar á sig mannlega mynd við komuna til jarðar. Frábær mynd sem allir verða að sjá tvisvar.
Stigmata 2.599,-
Frábær spennu- hrollvekja, með úrvalsleikurum, sem lætur hárin rísa á bakinu á þér.
Goldfinger - Bond 2.599,-
Þriðja James Bond myndinn, þar sem Sean Connery fer á kostum.
From Russia With Love - Bond 2.599,-
Klassísk James Bond mynd þar sem Sean Connery fer á kostum.
Jaws 2.599,-
Myndin Jaws sem allir þekkja er nú gefin út á DVD í tilefni þess að það er 25 ára afmælisútgáfa á myndinni. Diskurinn hefur að geyma fullt af spennandi aukaefni Td. er 50 mín. heimildamynd um gerð myndarinnar sbr. viðtöl við Steven Spielberg, leikara og tökulið, diskurinn hefur að geyma 11 mín. aukakafla sem sleppt var úr frumútgáfunni, Get out of the Water hákarlaleik og fleirra.
The Thin Red Line 2.599,-
Myndin segir frá herflokki sem sendur er til eyjarinnar Guadalcanal til að berjast gegn Japönum og freista þess að stöðva sókn þeirra í Kyrrahafi í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er samt miklu meira en venjuleg stríðsmynd því hún segir á afar áhrifaríkan og beittan hátt frá því hvernig þessi blóðuga og mannskæða barátta gróf sig inn í vitund þeirra sem tóku þátt í henni, breytti þeim og markaði líf þeirra að eilífu.
Hard Times 2.599,-
Hard Times er ein af bestu myndum Charles Bronson og Walter Hill's. Frábær hasarmynd.
Blue Thunder 2.599,-
Frábær mynd þar sem afar fullkomin og tæknivædd þyrla, Blue Thunder, spilar stórt hlutverk.
Carlito's Way 2.599,-
Frábær spennumynd eftir leikstjóran Brian De Palma. Myndin skartar stórleikurunum Al Pacino, Sean Penn og Penelope Ann-Miller.
No Mercy 2.599,-
Frábær löggumynd sem skartar stórstjörnunum Richard Gere og Kim Basinger.
Someone To Watch Over Me 2.599,-
Claire Gregory (Mimi Rogers) verður óvænt vitni að morði, morðinginn nær að sleppa. Mike Keegan (Tom Berenger) er lögreglumaður sem settur í það að vernda Claire meðan á rannsókn málsins stendur yfir. En hann setur vinnu sína og hjónaband í hættu þegar hann verður ástfangin af Claire. Svo að stóra spurningin er nær hann morðingjanum og nær hann að bjarga hjónabandi sínu ?
The Shadow 2.599,-
Frábær spennumynd sem gerist á þriðja áratugnum, með Alec Baldwin í aðalhlutverki.
Bats 2.599,-
Mannskæðar erfðabreyttar leðurblökur sem ógna mannkyninu er niðurstaða úr tilraun ríkisstjórnarinnar sem fór úrskeiðis. Þær ráðast á fólk í smábænum Gallup í Texas og sérfræðingurinn Sheila (Dina Meyer) er fengin til þess að ráða niðurlögum þeirra en tekst það ??
Bone Collector 2.599,-
Stórkostleg spennumynd sem skartar leikurunum Denzel Washington og Angelina Jolie. Myndin fjallar eina óvenjulegustu rannsókn sem sögur fara af á morðmáli sem á engan sinn líka!
Ronin 2.599,-
Það er stór hópur úrvalsleikara frá ýmsum löndum sem fer með aðalhlutverkin í þessarI hörkumynd leikstjórans John Frankenheimers sem gerist í heimi þar sem engum er treystandi og allir eru falir fyrir réttu upphæðina. Ronin er ein sprengimögnuð bomba frá upphafi til enda og þeir sem vilja sjá hraða og spennu ættu alls ekki að láta hana fram hjá sér fara.
Dr. No - Special Edition - Bond 2.599,-
Nú er loksins komin á DVD fyrsta James Bond myndin. Sean Connery fer hér á kostum í baráttu sinni við hinn íllvíga Dr. No.
The World Is Not Enough - Bond 2.599,-
Já, breski leyniþjónustumaðurinn lífseigi, James Bond, er mættur til leiks á ný og það vita allir hvað það þýðir: Toppskemmtun! The World is not Enough er 19. Bond-myndin og sú þriðja þar sem Pierce Brosnan leikur hinn snaggaralega njósnara sem eru allir vegir færir.
Alien Legacy Box 9.499,-
Nú loksins fáanlegt Legacy með öllum myndunum ásamt auka diski með ýmsu spennandi efni tengt myndunum. Frábært tækifæri til að eignast allar þessar klassísku myndir á DVD.
Good, The Bad & The Ugly 2.599,-
Frábær vestri með Clint Eastwood í aðalhlutverki.
Sneakers 2.599,-
Robert Redford leikur hér Martin Bishop sem er sérfræðingur í því að sannprófa öryggiskerfi. Hann er fjárkúaður af útsendurum ríkistjórnarinnar til þess að stela mikilvægu svörtu boxi, en þegar hann uppgötvar að þetta eru ekki starfsmenn ríkistjórnarinnar þá æsist leikurinn.
Aliens 2.599,-
"Í þetta skipti er það stríð." Sjálfstætt framhald í leikstjórn ofurleikstjórans, James Cameron ("True Lies", "Terminator 1&2", "Titanic"). Í þessari mynd er mikið um átakatriði enda verður barist við her geimskrímsla. Sprengjukrafturinn hefur ekki verið meiri í geimnum. Myndin gerist 57 árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Sigourney Weaver sýnir snilldartilþrif sem fyrr.
Alien 2.599,-
Í geimnum heyrir þig enginn öskra." Ridley Scott ("Gladiator", "Blade Runner") leikstýrði þessari fyrstu "Alien" mynd sem markaði tímamót í gerð geimskrímslamynda. Sigourney Weaver kom fram á sjónarsviðið sem fyrsta alvöru kvenhetja hvíta tjaldsins. Myndin er hrollvekjandi vísindaskáldsaga af bestu gerð. Þegar geimskrímsli lætur til sín taka um borð í risavöruflutningageimskipi er voðinn vís. Áhöf skipsins berst fyrir lífi sínu og þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að eyða skrímslinu.
Entrapment 2.599,-
Hér er um að ræða þrumuskemmtilega og æsispennandi mynd sem inniheldur fléttu sem kemur á óvart! Með aðalhlutverkin fara Sean Connery og Catherine Zeta-Jones, sem er óðum að verða ein eftirsóttasta leikkona heims, en leikstjóri er Jon Amiel sem gert hefur myndir eins og Copycat og The Man Who Knew Too Little.
Seventh Sign 2.599,-
Frábær spennumynd þar sem Demi Moore fer með eitt aðalhlutverkana.
Tomorrow Never Dies - Bond 2.599,-
Fjölmiðlakóngurinn Elliot Carver sem reynist heldur betur vera að spila með ráðamenn voldugustu ríkja í heimi og etja þeim saman í alvarlegar deilur. Þegar breskt herskip er eyðilagt einhvers staðar við strendur Kína veit enginn í fyrstu hver ber ábyrgðina og keppast stjórnvöld við að ásaka hvort annað. James Bond er að sjálfsögðu settur í málið og ekki líður á löngu uns hann er búinn að átta sig á því að herskipamálið er bara eitt útspil í ótrúlega snjallri, en algjörlega geðveikri áætlun Carvers um heimsyfirráð. Brátt takast leikar að æsast verulega en Bond berst öflugur liðsauki í líki hinnar glæsilegu og geysilega hæfileikaríku Wai Lin.
Species 2.599,-
Vísindamenn með Xavier Fitch í fararbroddi, hafa komist yfir kjarnasýrusameind og gert tilraunir með að blanda henni saman við mennska kjarnasýru. Útkoman er stúlka sem hefur á nokkrum vikum stækkað frá því að vera reifabarn í stúlku sem gæti verið 12-14 ára. Xavier er hræddur um að hann hafi skapað eitthvað sem hann ræður ekki við og ákveður því að 'eyða' stúlkunni. En meðan 'eyðingin' fer fram, tekst stúlkunni að brjótast úr prísund sinni. Xavier verður skelfingu lostinn og ákveður að kalla saman hóp fólks til að hjálpa sér að rekja slóðina. Í geysilegu kapphlaupi við tímann verður þessari sveit ljóst að stúlkan, sem nú hefur breyst í gullfallega konu er í raun stórhættulegt skrímsli sem eirir engu sem nálægt henni kemur. Takmark þess er að láta frjóvga sig og ala af sér afkvæmi eins fljótt og auðið er.
Rocky 2.599,-
Silvester Stallone fer hér á kostum í hlutverki Rocky Balboa. Rocky er upprennandi boxari sem gefst tækifæri á því að berjast á móti einum besta boxara heims og hljóta þar með frægð og frama ef hann skildi fara með sigur af hendi. Hörkumynd.
Rob Roy 2.599,-
Myndin gerist í hálöndum Skotland á 17 öld. Rob Roy reynir að leiða smábæ til betri framtíðar með því að lánað fjármagn frá næsta bæ, en þegar því er stolið þá neyðist hann til að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að bjarga þorpinu.
Raging Bull 2.399,-
Mynd sem byggð er á sögu boxarans Jake LaMotta. Myndin einblínir á þá reiði og það ofbeldi sem býr í Jake og hvernig hann fær útrás á þessu þegar hann kemur í hringinn.
Man In The Iron Mask 2.599,-
Myndin segir frá hinum spillta konungi Lúðvík 14 sem ásælist auð og völd umfram allt og vílar ekki fyrir sér að svíkja menn sína og vini til að öðlast það sem hann vill. Þeir eru hins vegar fáir sem vita að Lúðvík á tvíburabróður, Philippe, sem hnepptur hefur verið í varðhald með járngrímu fyrir andlitinu. Ástæðan fyrir því er sú að Lúðvík vill ekki að neinn komist að þeirri staðreynd að í raun er Philippe hinn réttborni konungur Frakklands. En upp komast svik um síðir og þegar hinar hugprúðu skyttur fá nóg af yfirgang konungs og taka til sinna ráða fara hlutirnir svo sannarlega að gerast.
Carrie 2.599,-
Þessi hrollvekja er byggð á sögu eftir Stephen King. Carrie er ung stúlka sem alin hefur verið upp nánast í einangrun en þegar skólafélagar hennar gera uppreisn á móti henni kemur í ljós að hún er gædd yfirnáttúrulegum kröftum og hlutirnir snúast upp í andhverfu sína.
Goldeneye - Bond 2.599,-
Pierce Brosnan sem leikur kappann hér í fyrsta skipti er frábær arftaki Rogers Moore í hlutverkinu. Þeir sem kunna að meta góðan Bond verða ekki fyrir vonbrigðum hér frekar en fyrri daginn. Goldeneye er hlaðin spennandi og ótrúlega vel gerðum áhættuatriðum í bland við Bond-húmor, Bond-konur og Bond-glæpona sem svífast einskis til að ná markmiðum sínum að ógleymdu Bond-laginu sem í þetta sinn er flutt af Tinu Turner og samið af meðlimum U2, þeim Bono og The Edge.
Fistful Of Dollars 2.599,-
Clint Eastwood fer hér á kostum í þessum frábæra, klassíska vestra. Hann leikur hér kúreka sem kemur inní lítin smábæ sem er í rúst eftir stíð milli tveggja flokka.. Í staðinn fyrir að flýja af vettfangi þá setur hann sig inn í atburðarrásina og þá fara hlutirnir að gerast.
Thomas Crown Affair 1999 2.599,-
Thomas Crown er sérvitur viðskiptajöfur sem ákveður að gerast meistaraþjófur og ræna einu verðmætasta málverki heims frá listasafninu í New York. En tryggingafélag það sem ber að bæta tjónið er ekki alveg tilbúið til að gefast upp og ákveður að senda hina eitursnjöllu Catherine Mannig á vettvang. Þar með er hafinn leikur þar sem enginn getur vitað með vissu hver er í hlutverki kattarins og hver í hlutverki músarinnar!
X-Files Movie 2.599,-
Hér kemur mynd sem aðdáendur X-files ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Mulder og Scully fara hér á kostum.
Volcano 2.599,-
Tommy Lee Jones fer hér á kostum í þessari mögnuðu spennumynd sem allir ættu að sjá.
Die Hard 2.599,-
Frábær spennumynd með Bruce Willis í aðalhlutverki. Hér leikur hann lögreglumann sem leggur sig allan fram í starfi og stundum meira en það og lætur hryðjuverkamennina hafa það óþvegið. Hryðjuverkamennirnir hafa yfirtekið byggingu í Los Angeles, FBI er kallað til hjálpar en John McClane (Willis) hefur önnur áform í huga.
L.A. Confidential 2.399,-
Frábær spennumynd með Kevin Spacey, Danny Devito og Kim Basinger í aðalhlutverkum. Uppfull af spennu og svörtum húmor. Ekki missa af þessari.
Taxi Driver 2.599,-
Hér er komin nýjasta mynd spænska leikstjórans Carlos Saura og eins og oftast í tilfelli þessa kraftmikla kvikmyndagerðarmanns hefur myndin vakið mikið umtal og fengið góða dóma. Hér er um að ræða dramatíska mynd sem gerist í heimi þar sem ofbeldi er orðinn sjálfsagður hluti tilverunn
American History X 2.199,-
Þessi magnaða mynd er fyrsta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Tonys Kaye og hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og áhorfenda sem margir hverjir telja hana eina bestu mynd síðasta árs. Með aðalhlutverkið fer Edward Norton sem sýnir svo sannarlega hvað í honum býr
Matrix, The 2.399,-
Stórgóð mynd sem er nýkominn út á DVD. Matrix er mynd sem alls enginn ætti að missa af. Troðfull af spennu og ótrúlegum tæknibrellum.