Medal of Honor....
11, desember 2002
  Like Mike
  Knockaround Guys
  The Lord of the Ri...
  Banger Sisters
  Solaris
  Swept Away
  Daredevil
  The Lord of the Ri...
Skráðu þig í bíóklúbbinn og vertu með!
  Tenglar
  01. Die Another Day
  02. Harry Potter an...
  03. Hafið
  04. Swimfan
  05. Changing Lanes
  06. Master of Disgu...
  07. Sweet Home Alab...
  08. Lilo and Stitch
  09. The Tuxedo
  10. Possession
  01. Die Another Day
  02. Analyze That
  03. Harry Potter an...
  04. Empire
  05. Treasure Planet
  06. The Santa Claus...
  07. Eight Crazy Nig...
  08. Friday After Ne...
  09. 8 Mile
  10. The Ring

Smárabíó


NÝ KYNSLÓÐ KVIKMYNDAHÚSA

Smárabíó er fullkomnasta kvikmyndahús landsins. Salirnir eru allir gerðir með það fyrir augum að gesturinn njóti myndarinnar við fullkomnustu aðstæður sem völ er á í dag. Risasýningartjald, hljóðkerfi sem lætur hárin rísa, gott útsýni óháð sætavali og ný tegund stóla sem uppfyllir allar kröfur um gæði.

Við hönnun Smárabíós var leitast við að skapa þægilegt andrúmsloft með vellíðan viðskiptavina að leiðarljósi. Nýjustu og fullkomnustu kvik-myndahús heims voru höfð til hliðsjónar.

Smárabíó býður upp á allt það besta sem kvikmyndahús getur boðið upp á í heiminum í dag. Bíóið er með 5 sali og tekur rúmlega 1.000 manns í sæti:

Salur 1 400 manna
Salur 2 256 manna
Salur 3 71 manns lúxussalur
Salur 4 165 manna
Salur 5 120 manna

ALLIR SALIR BJÓÐA SÖMU GÆÐI

Salirnir eru misjafnir að stærð en þeir bjóða allir upp á sömu gæði. Upplifun gesta er sú sama í öllum sölum. Lúxussalurinn sker sig þó úr hvað þetta varðar en þar geta gestir Smárabíós látið fara enn betur um sig.

SÝNINGARTJÖLD SEM NÁ VEGG Í VEGG
Sýningartjöld Smárabíós eru gríðarlega stór og með því stærsta sem gerist á landinu. Í öllum sölum ná tjöldin veggja á milli.

THX STAÐALL Í ÖLLUM SÖLUM
Hljóðkerfi Smárabíós er útbúið samkvæmt THX staðli. Allir salir eru búnir Dolby Digital EX, SDDS digital hljómtækjum og JBL 3 way hátölurum, sem er það nýjasta á markaðnum í dag. Salir 1 og 2 eru einu sýningarsalir landsins með 8 rása hljóðkerfi frá SDDS sem er sérhannað fyrir stór sýningartjöld.



ÚTSÝNI ALLRA ER TRYGGT
Halli á gólfum Smárabíós er frá 26-35 cm (stadium seating). Þetta tryggir
að allir hafa beina sjónlínu á tjaldið. Vandamál gærdagsins, há manneskja
í röðinni fyrir framan er úr sögunni.

LÚXUSSALUR

Konfektmoli Smárabíós er lúxussalurinn. Kvikmyndaunnendur láta líða úr sér í stillanlegum leðursætum með sérstöku borði fyrir veitingar. Salurinn tekur 71 gest og er bil milli sæta tæplega 2 metrar. Þjónustustig lúxussalarins er hærra. Sérstakur dyravörður verður við salinn, hann vísar bíógestum til sætis og þjónustar. Leyfilegt er að taka vínveitingar með sér inn í salinn meðan á sýningu stendur.

Gestir lúxussalar sleppa við biðröð í miðasölu, sér miðasala er fyrir hann. Miðaverð verður hærra í þennan sal en aðra sali bíósins. Salir sem þessi hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og notið gríðarlegra vinsælda.

SALUR 1, 2, 4, 5

HALLANDI BAK OG MIKIÐ BIL MILLI SÆTA
Í Smárabíói eru nýstárleg sæti í öllum sölum. Sætin eru með hallandi baki (rocking chair) þannig að gestir geta komið sér þægilega fyrir. Bilið á milli sæta er 110 cm, það mesta sem bíóhús býður upp á hér á landi.

BREIÐARI SÆTI

Breidd sæta er frá 56 cm til 66 cm og er með því besta á Íslandi. Í sölum 4 og 5 er hvert sæti sér eining með sinn eigin arm þannig að bíógestir þurfa ekki að deila arminum á stólnum með sessunaut sínum.

HREYFANLEGIR ARMAR
Sætin í sölum 1 og 2 eru með hreyfanlegum örmum. Hægt er að lyfta örmunum upp eða hafa þá niðri eftir því sem þægilegra er hverju sinni. Þetta er oft nefnt „lovers seat“ sem gæti útlagst á íslensku elskendaarmur.

LEYSIGEISLASÝNINGAR Í SAL 1
Ein nýjungin sem Smárabíó býður upp á eru leysigeislasýningar í sal 1. Fyrir sýningar verður 3-5 mínútna leysigeislasýning með reyk og tónlist í boði Íslandsbanka. Upplifunin er meiri en orð fá lýst.

ÞJÓNUSTA OG KAFFIAÐSTAÐA

KAFFIHÚS/BAR

Kaffihúsið verður með vínveitingar (léttvín og bjór), kaffi, te og úrval smárétta á boðstólum. Kaffihúsið er staðsett í anddyri Smárabíós og tekur 70 gesti í sæti. Gestir geta notið veitinga fyrir sýningar og í hléi. Strangt eftirlit verður haft með aldurstakmarki hvað varðar vínveitingarnar. Þessi þjónusta er nýjung í kvikmyndahúsum hér á landi.

PLAYSTATION LEIKJAHORN
5 PlayStation leikjatölvur verða í anddyri Smárabíós. Bíógestir geta leikið sér án endurgjalds fyrir sýningar og í hléi.

VERÖLDIN OKKAR
Veröldin okkar, sem staðsett er gegnt Smárabíói í Vetrargarðinum býður upp á barnagæslu.

RÁÐSTEFNUAÐSTAÐA
Allir salir Smárabíós nýtast til funda- og ráðstefnuhalds. Salirnir eru útbúnir nauðsynlegum tækjum og tengingum og lýsing er góð, bæði á sviði og fyrir gesti. Úrval veitingastaða er í Vetrargarði og góð sýningaraðstaða sem nýst getur samhliða fundarhöldum. Það gerir Smárabíó að góðum kosti fyrir ýmiss konar ráðstefnuhald.

FRÁBÆR STAÐSETNING
Smárabíó er staðsett á 2. hæð í Vetrargarðinum, afþreyingarmiðstöð Smáralindar. Miðasala Smárabíós er í sjálfum Vetrargarðinum en miðasala fyrir lúxussalinn er á sömu hæð og Smárabíó. Smáralind er stærsta og glæsilegasta afþreyingar- og verslunarmiðstöð landsins. Smáralind er staðsett í hjarta Kópavogs með góðu aðgengi frá öllum áttum.

RÚMGOTT BÍÓANDDYRI
Smárabíó er staðsett á 2. hæð í Vetrargarðinum og hafa bíógestir gott útsýni yfir hann frá anddyrinu. Anddyrið er tæplega 70 metrar á breidd og rúmar vel bíógesti. Þar finna bíógestir m.a. kaffihús og PlayStation tölvur.


GOTT AÐGENGI FATLAÐRA
Við hönnun Smárabíós var góð aðstaða fyrir fatlaða tryggð. Sérstök hjólastólastæði eru í hverjum sal, lyftur upp frá Vetrargarði í bíóanddyri og gott aðgengi frá bílastæðum.

AÐKOMA
Staðsetning Smáralindar er á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, í hjarta Kópavogs. Að undanförnu hafa miklar vegaframkvæmdir átt sér stað í næsta nágrenni sem tryggja öruggar og hraðar samgöngur.

3.000 BÍLASTÆÐI
Yfir 3.000 bílastæði eru við Smáralind.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

EIGNARAÐILD
Smárabíó er samstarfsverkefni Norðurljósa og Smáralindar. Kostnaði við byggingu og innréttingar bíósins er skipt milli aðila. Rekstur Smárabíós heyrir undir kvikmyndadeild Norðurljósa sem hefur verið í örum vexti síðustu ár og verður næsta ár eitt það stærsta í sögu hennar.

HÖNNUN
Hönnun Smárabíós hefur að mestu verið í höndum Sigurðar Halldórssonar frá arkitektastofunni Gláma Kím. Í upphafi var það Sigurður, í samvinnu við John Robertson frá TK Architects International, sem kom fram með hugtakshönnun Smárabíós. Síðan hefur Sigurður verið aðalarkitekt og á hann mestan heiðurinn af því verki sem nú liggur fyrir. TK Architects International eru bæði með skrifstofur í Bandaríkjunum og London og hafa þeir sérhæft sig í hönnun kvikmyndahúsa. Aðrir sem komið hafa nálægt hönnun Smárabíós eru ASK arkitektar, Arkitektastofa Halldórs Guðmundssonar og BDP arkitektar í London sem hafa m.a. sérhæft sig í hönnun verslunarmiðstöðva.

BÍÓSÆTI
Öll sæti Smárabíós eru frá Seating Concept í Bandaríkjunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á sætum fyrir kvikmyndahús, tónleika- og íþróttahallir.

SÝNINGARVÉLAR OG TÆKI
Sýningarvélar eru af fullkomnustu gerð frá Cinemeccanica. Þær eru allar tölvustýrðar og hefur sýningarmaður yfirlit yfir öll atriði á tölvuskjá og fylgist með að allt starfi með eðlilegum hætti. Einnig er eftirlitsmyndavél á hvert tjald þannig að sýningarmaður getur fylgst með öllum sölum af skjá. Tölvur vélarinnar sjá einnig um að loka hurðum í sölunum, slökkva ljós o.s.frv.

TJÖLD
Sýningartjöld ná veggja á milli og í sal 1 er að finna stærsta THX tjaldið á landinu. Tjöldin í öðrum sölum eru í svipaðri stærð og í öðrum frum-sýningarsölum.

VEGGIR
Smárabíó er byggt upp frá grunni sem kvikmyndahús. Sérstök áhersla var lögð á útfærslu tæknilegra atriða eins og hljóðeinangrun milli sala og hljóðhönnun. Í raun má segja að sjálfstæður kassi sé byggður inn í hvern sal. Kassinn snertir hvergi útveggi að undanskildum hljóðdeyfiborðum/hljóðdreifi. Oft er sagt að salirnir „fljóti“ sem veldur því að gólfin hreinlega titra í sumum atriðum t.d. þegar sprengingar eru í mynd.

HLJÓÐKERFI
Allir salir eru búnir THX, Dolby Digital með EX og SDDS kerfi. Þá er fullkomið 3 way hátalarakerfi og stafræn lesning af filmunni. Hljóðkerfið er það fullkomnasta hér á landi og er 8 rása digital kerfið nýjung í kvikmyndahúsum hér á landi.

SAMKEYRSLA (INTERLOCK)
Samkeyrsla (interlock) er tækni sem gerir okkur kleift að sýna sama sýningareintak í allt að þremur sölum á sama tíma. Filman er þrædd milli sýningarvéla og birtist myndin í sal eftir sal með innan við einnar mínútu millibili.

RÁÐSTEFNUHALD
Allir salir Smárabíós nýtast til funda- og ráðstefnuhalds. Salirnir eru búnir nauðsynlegum tækjum og tengingum og lýsing er góð, bæði á sviði og fyrir gesti. Smárabíó getur tekið á móti 1.000 ráðstefnugestum og fleiri ef anddyri bíósins er nýtt. Tæknin gerir það að verkum að hægt er að varpa framsögu úr einum sal í aðra sali á tjald og á plasmaskjá í anddyri. Góð aðstaða er fyrir fyrirlesara og sérstakt herbergi þar sem hægt er að komast í tölvupóst, fax og ljósritunarvél. Úrval veitingastaða er í Vetrargarði og góð sýningaraðstaða sem nýst getur samhliða fundahöldum. Það gerir Smárabíó að góðum kosti fyrir ýmiss konar ráðstefnuhald.

AUGLÝSINGAKERFI
Auglýsingakerfið í Smárabíói er starfrænt og býður upp á margs konar möguleika. Auglýsandi getur valið myndir og markhóp og raðað niður á sýningartíma og/eða sal eftir þörfum.









   Væntanlegar myndir
   Í bíó núna
Die Another Day
5:00, 8:00, 10:50,
Lúxus:
4:00, 7:00, 10:00

Swimfan
4:00, 6:00, 8:00, 10:00

Master of Disguise
6:00, 8:00, 10:00

Die Another Day
5:30, 8:30

The Importance of Being Earnest
8:00, 10:00

Full Frontal
5:30


Senda póst Vefverslun Skífunnar