|
Netverslun Skífunnar býður upp á allar þær spennumyndir á myndböndum sem eru á annað borð fáanlegar í verslunum hér á landi. Hér höfum við hins vegar tekið saman nokkrar góðar til að skoða í einni svipan, svona til að létta þér lífið ... og valið.
Þú getur að sjálfsögðu fundið aðrar spennumyndir með því að rita heiti þeirra í leitarvélina efst á síðunni. Finnir þú ekki það sem þú leitar að skaltu prófa að Leita betur. Finnir þú samt ekki hið meinta myndband skaltu senda okkur fyrirspurn í hvelli.
Titill |
Verð |
|
|
Entrapment |
1.499,-
|
|
Hér er komið glænýtt sölumyndband með Sean Connery og Catherine Zeta-Jones í aðalhlutverkum. Myndin er uppfull af spennu og rosalegum tæknibrellum. |
Star Wars The Phantom Menace |
2.199,-
|
|
Komdu á ný til fjarlægra stjörnukerfa í fyrsta kafla hinnar stórbrotnu STAR WARS sögu. STAR WARS - Fyrsti hluti, gerist þrjátíu árum á undan upprunalegu STAR WARS myndinni og kynnir til sögunnar Anakin Skywalker, ungan dreng með undraverða hæfileika. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að sú för sem hann er að hefja mun umbreyta honum í hinn illa Svarthöfða. Obi-Wan Kenobi, vitringurinn úr fyrstu myndaþrennunni, er hugaður lærlingur og Palpatine, betur þekktur sem hinn illgjarni keisari, er framagjarn þingmaður á alþingi Stjörnukerfanna. Á þessum ólgutímum berjast Jedi-riddararnir fyrir friði og réttlæti í heiminum og ung drottning berst fyrir velferð þjóðar sinnar. Bak við tjöldin bíða myrkraöflin átekta eftir færi til að hefja atlögu. Bættu STAR WARS - Fyrsta hluta í myndbandasafnið þitt og upplifðu spennuna aftur og aftur. Hrífstu með hinum glannalegu þotureiðum á Mos Espa. Horfðu á hamslausar skylmingar með geislasverðum. Uppgötvaðu undraverða nákvæmnisvinnu og stórkostlegt umfang þessa einstaka kafla í STAR WARS sögunni. |
Negotiator |
1.699,-
|
|
Frábær spennumynd með Kevin Spacey og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um samningamenn innan lögreglunar sem komast í hann krappann. |
Highlander |
1.599,-
|
|
|
Six Days & Seven Nights |
1.299,-
|
|
|
Alien Saga - 4 spólur |
3.999,-
|
|
|
Scream 2 |
1.599,-
|
|
|
Close Encounters Of The Third Kind |
1.999,-
|
|
Hér er þessi frábæra mynd eftir Steven Spielberg í sérútgáfu (Collector's Edition).Í aðalhlutverki er Richard Dreyfuss. Mynd sem á vera til hjá öllum söfnurum. |
X-Files Movie, The Special Editon |
1.499,-
|
|
Sannleikurinn er einhvers staðar þarna og Mulder og Scully hætti hreinlega ekki að leita. Í þessari sérútgáfu á myndinni eru atriði sem sáust ekki í kvikmyndahúsum. Myndin fær tvo þumla upp hjá gagnrýnendum og er hún líka mynd sem alls enginn ætti að missa af. Tryggðu þér eintak! |
Scream |
1.499,-
|
|
Það er alltaf gaman að eiga eins og einn hrelli í safninu. Scream fjallar um skóladreng sem hefur tekið sína ástríðu á hryllingsmyndum einu skrefi of langt. Að reyna ráða þessi raðmorð sem fram fara á skólalóðinni gæti orðið þinn seinasti andardráttur. Ómissandi í öll söfn. |
OUT OF SIGHT |
1.499,-
|
|
Sérlega skemmtileg mynd með þeim George Clooney og Jennifer Lopez í aðalhlutverkum. |
ID 4 |
1.299,-
|
|
ID 4 eða Independence Day varð ein vinsælasta mynd ársins 1996 enda var ekkert til sparað til að skemmta áhorfendum frá toppi til táar! Þetta er vísindatryllir og ævintýri fyrir flesta aldurshópa og segir frá því þegar heldur ófrýnilegar verur utan úr geimnum koma á risastórum geimskipum inn í lofthjúp jarðar og ætla sér ekkert minna en heimsyfirráð. Stórkostlegar tæknibrellur, spenna og grín í bland, og skemmtilegir leikarar í öllum hlutverkum. |
FIFTH ELEMENT, THE |
1.499,-
|
|
The Fifth Element eftir franska leikstjórann Luc Besson er algjör veisla fyrir augað og að margra mati ein alskemmtilegasta mynd seinni ára. Bruce Willis leikur hér leigubílstjóra í framtíðinni sem lendir óvart í því að hjálpa dularfullri kvenveru (Milla Jovovich) sem er á flótta undan vísindamönnum. Í ljós kemur að hún er eina von jarðarbúa til að hrinda árás illra afla og það kemur í hlut leigubílstjórans að bjarga málunum! |
I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER |
1.599,-
|
|
Spennutryllirinn I Know What You Did Last Summer kemur hárinu til að rísa á flestum áhorfendum, enda er um magnaða spennu að ræða frá upphafi til enda. Fjögur ungmenni lenda í því að aka niður manngarm einn sem er að flækjast fyrir þeim á dimmum vegi og í stað þess að kalla á lögregluna ákveða þau að henda "líkinu" í sjóinn og vona að ekki komist upp um þann gjörning. Þær vonir verða fljótlega að engu því ári síðar kemur berlega í ljós að líkið var alls ekki liðið ... |
|