Nýtt og heitt

Ótta

Sólstafir

Ótta er fimmta plata rokksveitarinnar Sólstafir og fylgir hún eftir plötunni Svartir sandar, sem kom út árið 2011 og fékk frábærar viðtökur.

Ótta lagalisti:
1. Lágnætti
2. Ótta
3. Rismál
4. Dagmál
5. Miðdegi
6. Nón
7. Miðaftann
8. Náttmál

Þekkt ljósmynd eftir Ragnar Axelsson prýðir umslag plötunnar.

2.999.-
Setja í körfu
2.850.- 1

Bad Neighbours

DVD

Kelly og Mac eru búin að koma sér fyrir í rólegu hverfi með nýfætt barn sitt, en í næsta hús flytja svo inn tveir vinir úr bræðralagsreglu. Teddy er forsetinn, og Peter er hægri hönd hans, og þeir eru fljótir að vingast við Kelly og Mac þegar þau kynna sig sem nágranna þeirra. Kvöld eftir kvöld biður Mac Teddy um að minnka hávaðann í bræðralagshúsinu, og samþykkir jafnvel að mæta í partý þangað kvöld eitt. Þegar Teddy svíkur loforð um að minnka partýstandið, þá kallar Mac á lögregluna. Lögreglan er fljót að kenna Mac um allt, og stríðið hefst á milli litlu fjölskyldunnar og bræðalagsins, og hlutirnir verða fljótt hættulegir og skjálfti kemur í samband bræðralagsins og menntaskólans. Eftir að hafa fengið lokaaðvörun og verið settir á skilorð, þá hrekkja Mac og Kelly bræðralagið svo hugvitssamlega, að Teddy og Mac neyðast til að svara. Nú verður allt vitlaust, Við sögu kemur leikarinn Robert DeNiro og einnig Christopher Mintz-Plasse að stunda kynlíf úti í runna. Myndin sýnir hvað hlutirnir eru fljótir að fara út í vitleysu þegar fjölskylda og bræðralag búa hlið við hlið.

2.699.-
Setja í körfu
2.565.- 2

Sims 4

Í Sims 4 hafa simsarnir dýpri og fjölbreyttari persónuleika en nokkru sinni fyrr, en það opnar fyrir nýja möguleika og oft undarlega, en janframt skemmtilegar útkomur í spilun. Nú snýst þetta ekki um hvað simsarnir eru, heldur hver þeir eru.  Leikmenn geta búið til sína eigin simsa með glænýrri tækni sem er einföld, en fullkomin í notkun.  Í meira en áratug hafa simsarnir skemmt fólki um allan heim og nú verður sú skemmtun tekin á næsta stig.

 

Leikurinn inniheldur:

Nýja simsa með stóra persónuleika, en hegðun þeirra byggist á því sem þeir upplifa og á þeim sem þeir hitta.

Kröftug tól til að búa til sína eigin simsa, en á sama tíma hefur það aldrei verið jafn auðvelt.

Lifandi hverfi, en í Sims 4 er allt fullt af lífi og geta leikmenn skapað einstök hverfi full af sérkennilegum persónum.

Helling af hlutum sem leikmenn geta unnið sér inn með því að klára hin ýmsu verkefni.

9.999.-
Setja í körfu
9.500.- 3

Vinsælast

Destiny Vanguard Edition

PS4

Destiny leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Halo leikina og gefinn út af Activision sem gefa út Call of Duty leikina, en Destiny er næsta skref í þróun tölvuleikja, en hér er á ferðinni stórbrotinn heimur sem er allt öðruvísi en áður hefur sést.  Hér fara leikmenn í hlutverk varðar sem þarf að standa vörð um síðustu borgina á jörðinni.  Leikmenn þurfa svo að ferðast um allt sólkerfið og lenda þar í allskyns aðstæðum.  Á sama tíma þurfa leikmenn að þróa persónu sína í gegnum leikinn.

12.999.-
Setja í körfu
12.350.- 1

Mexico

Gus Gus

Mexico er áttunda plata hljómsveitarinnar GusGus og fylgir í kjöllfar Arabian Horse frá árinu 2011. Platan hefur að geyma níu lög, en smáskífur með tveimur þeirra, Crossfade og Obnoxiously Sexual, komu út á undan plötunni við rífandi fögnuð áðdáenda um allan heim. Á plötunni er að gæta áhrifa frá synthpoppi níunda áratugarins, transtónlist tíunda áratugarins ásamt því að haldið er áfram að vinna með söng, líkt og á plötunni Arabic Horse. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 í kringum stuttmyndina Nautn og hefur starfað með fjölbreyttu móti allar götur síðan. Gusgus hefur verið óhrædd við dramatískar breytingar í gegnum tíðina. Söngvarar hafa komið og farið og á hverri plötu eru nýjir tónlistarlegir akrar plægðir og fortíðin látin liggja á milli hluta.

 

Lagalisti:

01. Obnoxiously Sexual

02. Another Life

03. Sustain

04. Crossfade

05. Airwaves

06. God Application

07. Not The First Time

08. Mexico

09. This is what you get when you mess with love

3.299.-
Setja í körfu
3.135.- 2

Frosinn

Myndin fjallar um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á frostaveturinn endalausa. En hún getur þetta ekki ein. Hún fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og hinum skrýtna snjókarli Olaf.

2.899.-
Setja í körfu
2.755.- 3