Nýtt og heitt

Hross í oss

Hross í oss fléttar saman sögur af lífsbaráttunni, viðureign mannsins við náttúruna og tilraunum hans til að beisla dýrslega krafta sköpunarverksins til sinnar eigin upphefðar, eða glötunar.

Kvikmyndin er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.

Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson. Hann hefur unnið til flestra leikhúsverðlauna sem hægt er; sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær stuttmyndir en Hross í oss er hans fyrsta mynd í fullri lengd. 

Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju, þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson.

2.999.-
Setja í körfu
2.850.- 1

Songs Of Innocence

U2

Ný 11 laga plata frá írsku rokksveitinni. Platan er tekin upp í Dublin, London, New Yorki og Los Angeles. Upptökum stjórnaði Danger Mouse ásamt þeim Paul Epworth, Ryan Tedder, Declan Gaffney og Flood.

 

Lagalisti:

1. The Miracle (of Joey Ramone)

2. Every Breaking Wave

3. California (There Is No End To Love)

4. Song For Someone

5. Iris (Hold Me Close)

6. Volcano

7. Raised By Wolves

8. Cedarwood Road

9. Sleep Like A Baby Tonight

10. This Is Where You Can Reach Me Now

11. The Troubles

2.999.-
Setja í körfu
2.850.- 2

Skýjaborgin 2004-2014 2CD

Hjálmar

Það var fyrir 10 árum að fyrsta breiðskífa Hjálma er nefnist Hljóðlega af stað kom út. Óhætt er að segja að hjálmar hafi ekki farið hljóðlega af stað því platan varð gífurlega vinsæl, náði gullsölu og var valin Rokk plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem Hjálmar voru valdir Bjartasta vonin. Tónleikar hljómsveitarinnar voru fljótlega þéttsetnir og gífurlega góð og sveitt stemning myndaðist. Það var eitthvað farvatninu og Hjálmar áttu svo sannarlega eftir að sýna það og sanna. 

En til að gera langa sögu stutta hafa Hjálmar nú gefið út fimm breiðskífur og eina plötu með samsafni áður óútgefinna laga. Fjórða breiðskífa Hjálma var tekin upp árið 2009 á Jamaíku með þarlendum listamönnum. Hún náði gífurlegri hylli hérlendis og náði platínusölu auk þess að vera tilnefnd til fjölmargra verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum. Nýjasta plata Hjálma, Órar, kom svo út haustið 2011 og sem oft áður voru Hjálmar tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna, m.a. fyrir Plötu ársins. Á Órum fetaði hljómsveitin nýjar slóðir þar sem nýr og rafvæddari hljómur kvað við á köflum.

Lítið hefur farið fyrir Hjálmum undanfarið enda hafa tveir meðlimir sveitarinnar, þeir Sigurður Guðmundsson og Valdimar Kolbeinn, verið búsettir erlendis, auk þess sem aðrir meðlimir hafa verið uppteknir við tónleikaferðalög með litla bróður Steina söngvara, Ásgeiri Trausta. Hjálmarnir hafa þó endrum og eins sent frá sér lög þegar tími hefur gefist til að fara í hljóðver og má þar nefna lagið Skýjaborgin sem og lögin Lof og Tilvonandi vor sem þeir sendu frá sér nýlega.


Hjálmar hafa átt gífurlega farsælum ferli að fagna og er óhætt að segja að þetta sé ein vinsælasta hljómsveit Íslands síðari ára. Hver kannast til dæmis ekki við lögin Leiðin okkar allra, Ég vil fá mér kærustu, Borgin, Kindin Einar, Það sýnir sig, Geislinn í vatninu, Manstu, Bréfið, og Til þín?

Til að halda upp á tíu ára afmælið sitt hræra Hjálmar saman í veglega safnplötu með bestu lögunum. Skýjaborgin inniheldur samtals 30 lög og þar af þrjú ný. 

3.135.-
Setja í körfu
2.508.- 3

Vinsælast

Mexico

Gus Gus

Mexico er áttunda plata hljómsveitarinnar GusGus og fylgir í kjöllfar Arabian Horse frá árinu 2011. Platan hefur að geyma níu lög, en smáskífur með tveimur þeirra, Crossfade og Obnoxiously Sexual, komu út á undan plötunni við rífandi fögnuð áðdáenda um allan heim. Á plötunni er að gæta áhrifa frá synthpoppi níunda áratugarins, transtónlist tíunda áratugarins ásamt því að haldið er áfram að vinna með söng, líkt og á plötunni Arabic Horse. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 í kringum stuttmyndina Nautn og hefur starfað með fjölbreyttu móti allar götur síðan. Gusgus hefur verið óhrædd við dramatískar breytingar í gegnum tíðina. Söngvarar hafa komið og farið og á hverri plötu eru nýjir tónlistarlegir akrar plægðir og fortíðin látin liggja á milli hluta.

 

Lagalisti:

01. Obnoxiously Sexual

02. Another Life

03. Sustain

04. Crossfade

05. Airwaves

06. God Application

07. Not The First Time

08. Mexico

09. This is what you get when you mess with love

3.135.-
Setja í körfu
2.508.- 1

Fifa 15

Fifa 15 glæðir lífi í fótboltann með þvílíkum látum að spilarar munu geta upplifað allar þær tilfinningar sem fylgja íþróttinni.    Hér getur þú upplifað hvernig áhorfendur bregðast við því sem gerist á vellinum, einnig munu þeir sem lýsa leiknum stöðugt vitna í söguna og fræða spilara um íþróttina.  Einnig eru í fyrsta sinn allir 22 leikmenn vallarins nú tengdir með tilfinningagreind sem gerir það að verkum að leikmennirnir bregðast tilfinningalega við því sem er að gerast á vellinum og hefur það mikil áhrif á spilun leiksins. 

 

Leikurinn inniheldur:

 · Tilfinningagreind leikmanna, en nú geta spilarar upplifað tilfinningar og viðbrögð leikmanna við því sem er að gerast á vellinum.

· Nýtt kerfi sem auðveldar að setja upp taktík fyrir leikina og bregðast við aðstæðum í leiknum.

· Uppfærða grafík þar sem leikmennirnir líta betur út en nokkru sinni fyrr.  Sama má segja um vellina, áhorfendur og búninga leikmanna.

· Velli sem breytast eftir því sem líður á leikinn.  En allar tæklingar og hasar á vellinum hafa áhrif á grasið.

12.999.-
Setja í körfu
12.350.- 2

Destiny Vanguard Edition

PS4

Destiny leikurinn er gerður af þeim sömu og gerðu Halo leikina og gefinn út af Activision sem gefa út Call of Duty leikina, en Destiny er næsta skref í þróun tölvuleikja, en hér er á ferðinni stórbrotinn heimur sem er allt öðruvísi en áður hefur sést.  Hér fara leikmenn í hlutverk varðar sem þarf að standa vörð um síðustu borgina á jörðinni.  Leikmenn þurfa svo að ferðast um allt sólkerfið og lenda þar í allskyns aðstæðum.  Á sama tíma þurfa leikmenn að þróa persónu sína í gegnum leikinn.

12.999.-
Setja í körfu
12.350.- 3